How I Met Your Mother (5. þáttaröð)

Fimmta þáttaröð bandarísku gamanþáttanna How I Met Your Mother fór af stað þann 21. september 2009 og lauk 24. maí 2010. Þáttaröðin samanstendur af 24 þáttum og er hver þeirra að meðaltali 22 mín. að lengd. CBS sýndi 5. þáttaröðina á mánudagskvöldum í Bandaríkjum. Serían hefur ekki enn verið sýnd hér á landi.

Söguþráður

breyta

Ted byrjar fyrsta daginn sinn sem kennari, standandi í miðri kennslustofu - þrátt fyrir að móðirin hafi verið þar, reynist þetta þó ekki vera arkitektatíminn sem hann átti að vera að kenna. Barney og Robin hafa átt í kynferðislegu samabandi um sumarið og Lily læsir þau inni í herbergi og neyðir þau til að ákvarða hvað samband þeirra er. Eftir erfiðan tíma ákveða þau að hætta saman. Robin lýsir þessu þó þannig að þau séu tveir vinir að byrja aftur saman. Barney snýr strax til eldri siða, og notar leikjabókina til að ná í konur. Í gegnum þáttaröðina sjást merki þess að Robin og Barney sjái eftir sambandinu.

Ted byrjar samband með nemanda sem heitir Cindy (Rachel Bilson) og kemur í ljós að herbergisfélagi hennar sé framtíðar-konan hans. Robin hittir Don, nýjan samstarfsmann í morgunþættinum. Þrátt fyrir að henni líki ekki við hann í fyrstu byrja þau saman eftir nokkurn tíma og flytja inn saman. Í lok seríunnar hætta þau saman þegar Don tekur starfi í Chicago, þrátt fyrir að Robin hafi hafnað starfinu til að geta verið með honum. Marshall lemur Barney í fjórða sinn, aftur á þakkargjörðinni. Ted kaupir hús, sem þarfnast mikilla viðgerða, en það kemur seinna fram að þetta er húsið sem Ted mun búa í með fjölskyldunni.

Lily og Marshall ræða hugmyndina um að eignast barn, þrátt fyrir að Lily sé óviss. Parið ákveður að láta það eiga sig þar til þau sjá síðasta tvífara hópsins. Að lokum sér Lily mann sem hún telur vera síðasta tvífarann, þó að restin af hópnum mótmæli því, sýnir það að þau eru bæði tilbúin til að eignast barn.

Aðalleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta