Robin Scherbatsky (fullt nafn Robin Charles Scherbatsky, Jr. eða Robin Sparkles) er persóna búin til af Carter Bays og Craig Thomas fyrir sjónvarpsþáttinn How I Met Your Mother og er hún leikin af kanadísku leikkonunni Cobie Smulders. Ættarnafnið hennar er tilvitnun í eina aðalpersónuna í skáldsögunni Anna Kernina.

Æska breyta

Faðir Robin, Robin Charles Scherbatsky, Sr., var ákveðinn í því að eignast dreng, svo að Robin var alin upp eins og hún væri strákur. Það breyttist þegar Robin var 14 ára og faðir hennar sá hana kyssa strák úr hokkíliðinu og hann áttaði sig á því að hún var dóttir hans eftir allt saman. Robin flutti svo til móðir sinnar; á sama tíma var hún fyrirsæta og tók upp smáskífuna Let's Go To The Mall undir nafninu Robin Sparkles. Eftir að hafa fylgt laginu eftir með tónlistarmyndbandi og sungið lagið í allmörgum verslunarmiðstöðvum í Kanada fékk hún fóbíu fyrir því að fara í verslunarmiðstöðvar. Robin tók upp annað lag á eftir Let's Go To The Mall og hét það Sandcastles in the Sand.

Þegar Robin varð fullorðin fór hún að skammast sín fyrir að hafa verið stjarna í Kanada og þrátt fyrir að fyrirlíta aðferðir föður síns þegar hún var að alast upp, nýtur hún enn vindla, hokkís, viskís og byssa.

Saga persónunnar breyta

Robin var fréttalesari hjá Metro New 1 fréttastöðinni í New York en sér núna um sinn eigin morgunþátt sem fer í loftið klukkan fjögur (á morgnana). Hún bjó í Park Slope hvefinu í Brooklyn, alveg þangað til að hún missir vinnuna (áður en hún byrjar í morgunþættinum) og neyðist til að flytja inn til fyrrverandi kærastans síns, og aðalpersónu þáttanna, Ted. Robin hefur gert margt vandræðalegt í beinni sem mönun frá Barney, meðal annars að segja geirvarta, rassskellt sjálfa sig og gripið í brjóstin sín. Í Mary the Paralegal vinnur Robin verðlaun fyrir fréttina sína um syngjandi hundinn, Pickles (súrar gúrkur), og fer á verðlaunaafhendinguna með vinum sínum (verðlaunin heita Local Area Media Awards eða LAMA). Hún fer þangað með samstarfsmanni sínum, Sandy Rivers, til þess að gera Ted afbrýðissaman.

Robin er eina aðalpersónan sem reykir sígarettur alsgáð (Marshall viðurkenndi að hann reykti stundum þegar hann væri fullur og Lily reykti á brúðkaupsdaginn sinn) en það virðist vera að engin af aðalpersónunum fyrir utan Barney viti af þessu. Ted spurði hana um þetta í Moving Day og Robin svarar honum neitandi en síðan sést hún reykjandi í baðkerinu heima hjá sér seinna í þættinum. Hún hefur mikla þekkingu á vindlum og naut þess með Barney í þættinum Zip, Zip, Zip á vindlabar með glasi af viskíi en einnig fleiri þáttum. Robin hefur einnig mikinn áhuga á byssum og er áskrifandi að tímaritinu Guns & Ammo og fer lætur Marshall fara með sér í skotfimi til þess að komast yfir Lily. Hún notar oft orðið „literally“ (þ.e. „bókstaflega“) eins og Ted bendir á í þriðju þáttaröð. Samkvæmt Ted getur hún ekki logið án þess að flissa en hún hefur oft logið vel í gegnum þættina.

Það kemur einnig fram í The Goat að á 31. afmælisdegi Ted muni Robin búa með honum í íbúðinni. Það gerist í þættinum Not a Father's Day þegar Robin flytur inn til Ted eftir að hafa komið aftur frá Japan. Framtíðar-Ted segir líka af Robin hafi ferðast um heiminn og búið í mörgum mismunandi löndum.

Margir héldu að Robin væri móðir barna Teds, en það kemur fram í fyrsta þættinum að hún er það ekki þegar Ted segir í enda þáttarins; Og þannig kynntist ég frænku ykkar, Robin. Þrátt fyrir það verður Robin mikilvægur hluti af lífi Teds.

Sambönd breyta

  • Ted Mosby: Robin var með Ted, sem játaði henni ást sína á fyrsta stefnumótinu. Eftir að það gerðist hættu þau saman, á þeim forsendum að þau væru að leita að mismunandi hlutum í samböndum. Þau voru samt sem áður vinir þangað til að Robin verður hrifin af Ted, þegar hann er í sambandi með bakarastelpunni Victoriu, sem hann hittir í brúðkaupi. Þegar Victoria fer til Þýskalands til að fara í matreiðsluskóla lýgur Ted að Robin og segir að þau hafi hætt saman til þess að hann og Robin geti byrjað saman. Robin kemst að þessu og endar það næstum því vináttusambandið á milli þeirra.

Þeim tekst að byggja sambandið upp aftur og í enda fyrstu þáttaraðar játar Ted aftur að hann sé hrifin af Robin en hún ætlaði í útilegu með Metro News One og var hún með samstarfsmanni sínum, Sandy, til þess að gera Ted afbrýðissaman. Ferðinni er hins vegar aflýst vegna veður sem Ted sjálfur hafði orsakað með því að dansa regndans. Robin ákveður að fylgja tilfinningum sínum þegar Ted fer til hennar þetta kvöld og byrja þau tvö loksins saman. Sambandið endar næstum ári seinna í lokaþætti annarar þáttaraðar, aftur, vegna þess að þau vilja mismunandi hluti í samböndum sínum; það er þá sem Ted hættir að sjá Robin sem hina einu réttu.

Vinátta Ted og Robin eftir sambandsslitin er vandræðaleg og á þakkargjörðinni ákveða þau að hætta að hittast. Í sama þætti átta þau sig á því að vinátta þeirra er mikilvæg fyrir þau bæði og halda þau áfram að vera góðir vinir. Eftir Not a Father's Day, hefur Robin flutt inn í gamla herbergi Marshalls og Lily í íbúð Teds. Þau reyna að vera vinir-með-hlunnindum en Ted ákveður að enda það eftir að Barney játar að bera tilfinningar til Robin.

Fyrrum samband hennar og Ted virðist skapa spennu á milli hennar og nýlegri sambanda Teds.

  • Barney Stinson: Í þættinum Zip, Zip, Zip, þegar Barney vantar fylgdarmann vegna þess að Ted er með Victoriu, eiga hann og Robin kvöld saman og fara í laser-tag og reykja vindla. Barney misskilur þegar Robin býður honum inn til sín í sjóorustu og heldur að hún vilji sofa hjá honum og þá játar hún fyrir honum að hún beri tilfinningar til Teds.

Í Slap Bet notar Barney hin ýmsu sambönd sín (meðal annars mann í Malasíu til að finna myndband Robin við lagið Let's Go To The Mall. Í enda þriðju þáttaraðar, í þættinum Sandcastles in the Sand, kyssast Robin og Barney á meðan þau horfa á seinna myndband Robin, Sandcastles in the Sand. Í næsta þætti (The Goat) kemur fram að þau sváfu saman. Hún krefst þess að „þetta hafi aldrei gerst“ og er með samviskubit og hún biður Ted afsökunar, að henni hafi liðið illa vegna þess að kærastinn hennar úr menntaskóla var að hætta með henni í annað sinn. Ted tekur afsökunarbeiðninni en verður reiður út í Barney. Restina af þriðju þáttaröð halda Barney og Robin áfram að þykjast að þau hafi ekki sofið saman.

Í fyrsta þætti fjórðu þáttaraðar (Do I Know You?) segir Barney Lily að hann sé ástfanginn af Robin þó að hann hafi engar áætlanir um það að tjá henni ást sína og vera í sambandi með henni. Hann reynir á endanum að segja henni hvernig honum líður en er stoppaður af Robin sem segir að samband með vini muni aldrei ganga. Í lokaþætti seríunnar, The Leap, eftir nokkrar árangurslausar tilraunir, játa Barney og Robin loks að þau beri tilfinningar til hvors annars.

  • Lily Aldrin: Lily og Robin eru bestu vinkonur. Vinskapur þeirra myndaðist þegar þær misstu óvart tælenskan mat í bílinn hans Marshalls og reyndu að fela það. Robin kyssti einu sinni Lily, en það var ekki rómantískt.
  • Marshall Eriksen: Marshall og Robin tengjast í þættinum Little Minnesota þar sem þau eru bæði frá litlum stöðum og hafa gaman af sömu hlutunum og fara saman á bar í Minnesota-stíl. Þau fara stundum að rífast eins og hvernig ást sé best sýnd í framkvæmd en viðurkenna bæði skoðun hins og eru áfram góðir vinir. Einnig er Robin sú efasamasta í hópnum en Marshall er trúgjarn.