Jason Jordan Segel (fæddur 18. janúar 1980) er bandarískur leikari, handritshöfundur og tónlistarmaður, sem er þekktur fyrir vinnu sína með framleiðandanum Judd Apatow í stuttu sjónvarpsþáttaröðinni Freaks and Geeks and Undecleared, kvikmyndirnar Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up, I Love You Man, og Bad Teacher en einnig fyrir hlutverk sitt sem Marshall Eriksen í How I Met Your Mother.

Jason Segel
Jason Segel á frumsýningu Prúðuleikaranna
Jason Segel á frumsýningu Prúðuleikaranna
Upplýsingar
FæddurJason Jordan Segel
18. janúar 1980 (1980-01-18) (44 ára)
Helstu hlutverk
Marshall Eriksen í How I Met Your Mother
Peter Bretter í Forgetting Sarah Marshall
Sydney Fife í I Love You Man

Umfjöllun breyta

Æska breyta

Segel fæddist í Los Angeles í Kaliforníu og ólst upp í Pacific Palisades í Kaliforníu. Segel gekk í Episcopal Church-affliated skólann, þrátt fyrir að vera gyðingur. Hann kláraði miðskólann og menntaskólann í Harvard-Westlake skólanum þar sem hæð hans (193 cm) hjálpaði honum í körfuboltanum. Hann vonaðist til þess að geta orðið leikari eftir skóladaga sína og lék í bæjarleikhúsinu í uppfærslu af Palisades Playhouse.

Ferill breyta

Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Freak“ Nick Andopolis í skammlífum drama-gaman þætti á NBC, Freaks and Geeks, um hóp af menntaskólakrökkum í úthverfi Detroit um 1980. Hann samdi sjálfur lag fyrir persónuna sína, Nick, til þess að syngja fyrir aðalkvenpersónuna, Linsay (Linda Cardellini), í þættinum. Hún og Segel voru saman í nokkur ár eftir að þátturinn hætti. Það var sagt að hún hafi hætt með honum vegna þess að hann þyngdist um 10 kíló en það kom seinna í ljós að yfirlýsingin var útúrsnúningur úr brandara.

Segel hafði fast gestahlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem Neil Jansen og í Undeclared sem Eric. Hann leikur núna Marshall Eriksen í gamanþættinum How I Met Your Mother sem fór af stað 19. september 2005. Hann hefur leikið í myndum eins og til dæmis Slackers, SLC Punk!, The Good Humor Man og Dead Man on Campus. Árið 2007 lék hann í Knocked Up sem var leikstýrt af framleiðanda Freaks and Geeks, Judd Apatow. Segel lék aðalhlutverkið í Forgetting Sarah Marshall árið 2008, mynd sem hann skrifaði og Apatow framleiddi með Shaunu Robertson, fyrir Universal. Nýjasta myndin hans er I Love You Man og kom hún út 20. mars 2009.

Hlutverk breyta

Kvikmyndir breyta

Ár Kvikmynd Hlutverk A.T.H.
1998 Can't Hardly Wait Matt, Watermelon Guy
Dead Man on Campus Kyle
SLC Punk! Mike
1999 New Jersey Turnpikes
2002 Slackers Sam Schechter
2003 11:14 Leon
Certainly Not a Fairytale Leo
2004 LolliLove Jason
2005 The Good Humor Man Smelly Bob
2006 Bye Bye Benjamin Theodore Everest
2007 Knocked Up Jason
2008 Forgetting Sarah Marshall Peter Bretter Aðalhlutverk, einnig höfundur
2009 I Love You, Man Sydney Fife
2010 Despicable Me TBA í vinnslu
Gulliver's Travels Horatio

Þættir breyta

Ár Titill Hlutverk A.T.H.
1999-2000 Freaks and Geeks Nick Andopolis Eitt af aðalhlutverkum; 18 þættir
2001 North Hollywood Leon Reglulegur gestaleikari; ósýndur fyrsti þáttur
2001-2002 Undeclared Eric Reglulegur gestaleikari; 7 þættir
2004 Harry Green and Eugene Eugene Green Reglulegur gestaleikari; ósýndur fyrsti þáttur[1]
2004-2005 CSI: Crime Scene Investigation Neil Jansen Reglulegur gestaleikari; 3 þættir
2005 Alias Sam Hauser Gestaleikari; 1 þáttur
2005-present How I Met Your Mother Marshall Eriksen Einn af aðalleikurum; Allir þættir

Neðanmálsgreinar breyta

  1. „dangerousuniverse.com“. "2004-2005 Television Pilots (Incomplete at Best)". Sótt January 12 2007.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Jason Segel“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.