GDRN

íslensk söngkona

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (f. 8. janúar 1996),[1] betur þekkt sem GDRN,[a] er íslensk söngkona. Mikið af tónlist hennar er popp með áhrifum frá djassi.[2] Hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 (þ.m.t. sem poppsöngkona ársins) og var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2018.[3]

GDRN
GDRN árið 2019
GDRN árið 2019
Upplýsingar
FæddGuðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
8. janúar 1996 (1996-01-08) (28 ára)
Reykjavík, Ísland
Ár virk2017–núverandi
StefnurPopp

Guðrún fæddist í Reykjavík[1] en flutti fjögurra ára til Mosfellsbæjar.[1] Þar spilaði hún fótbolta með Aftureldingu.[1] Hún stundaði klassískt fiðlunám í 11 ár[4] og skipti síðar yfir í djasspíanó og söng í FÍH.[4] Hún fór í MR og stefndi á læknisfræðina,[1][5] en hóf að gera tónlist á síðasta ári sínu í menntaskóla[4] og hefur einbeitt sér að því síðan.[1]

Textana skrifar hún sjálf en lögin af fyrstu plötu hennar voru unnin af Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðssyni.[4] Nýleg tónlist hefur verið unnin með Arnari Inga Ingasyni og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni.

Fyrsti smellurinn hennar var lagið „Lætur mig“ frá 2018.[6]

Hún kom fram á Þjóðhátíð 2019[7] og var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019.[6]

Plötur

breyta
  • Hvað ef (2018)[2]
  • GDRN (2020)[2]
  • Tíu íslensk sönglög (2022) ásamt Magnúsi Jóhanni

Sjónvarpsþættir

breyta

Verðlaun

breyta
Ár Verðlaun Titill Til Niðurstaða
2018 Íslensku tónlistarverðlaunin[3] Poppsöngvari ársins Hennar Vann
Popplag ársins Lagið „Lætur mig“
Tónlistarmyndband ársins
Poppplata ársins Hvað ef
Norrænu tónlistarverðlaunin[7] Poppplata ársins Tilnefnd
Verðlaun Reykjavík Grapevine[8] Plata ársins Vann

Athugasemdir

breyta
  1. Nafn hennar án sérstafa og sérhljóða.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Ruth Örnólfs (9. apríl 2019). „Henti mér út í djúpu laugina“. Mosfellingur. Sótt 10. mars 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Ný plata frá GDRN“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 janúar 2022. Sótt 10. mars 2020.
  3. 3,0 3,1 „GDRN fékk flest verðlaun“. Fréttablaðið. Sótt 17. janúar 2020.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „GDRN: „Mikilvægt í þessum bransa að hlusta á sjálfan sig". Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 nóvember 2021. Sótt 10. mars 2020.
  5. Bergsteinn Sigurðsson (22. mars 2019). „GDRN breytir strákaklúbbnum“. RÚV. Sótt 10. mars 2020.
  6. 6,0 6,1 „GDRN er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 janúar 2022. Sótt 10. mars 2020.
  7. 7,0 7,1 „Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 nóvember 2021. Sótt 10. mars 2020.
  8. „Ólafur Arnalds listamaður ársins án blóðsúthellinga“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 febrúar 2021. Sótt 10. mars 2020.