Andvari (tímarit)
Andvari er tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags. Fyrsta tölublaðið kom út í Kaupmannahöfn árið 1874 og hefur ritið komið út ár hvert síðan, að undanskildum árunum 1878 og 1892.
Í fyrstu ritnefnd blaðsins voru Björn Jónsson, Björn M. Ólsen, Eiríkur Jónsson, Jón Sigurðsson og Sigurður L. Jónasson.[1]
Umfjöllunarefni Andvara eru saga þjóðarinnar og íslensk menningarmál. Síðustu ár hefur aðalgrein blaðsins verið ítarlegt æviágrip látins forystumanns í íslensku samfélagi.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hið íslenzka þjóðvinafélag, „Andvari“ Geymt 25 maí 2019 í Wayback Machine (skoðað 22. júní 2019)