Byron lávarður
(Endurbeint frá George Byron)
Byron lávarður eða George Gordon Byron, 6. barón af Byron (22. janúar 1788 – 19. apríl 1824) var enskt rómantískt skáld sem varð ekki síður frægur fyrir hneykslissögur sem um hann gengu en sagnakvæði sín eins og Bandingjann í Chillon, Manfreð og Don Júan. Matthías Jochumsson kallaði hann „Byron Bretatröll“ í kvæði.
Byron átti í fjölmörgum ástarsamböndum. Hann var auk þess talinn hafa átt barn við hálfsystur sinni og lést að lokum í Grikklandi þar sem hann hafði ætlað sér að berjast fyrir málstað Grikkja í sjálfstæðisstríðinu gegn Tyrkjaveldi. Dóttir hans (og eina skilgetna barn hans) var Ada Lovelace sem síðar varð fræg fyrir að lýsa virkni fyrstu eiginlegu tölvunnar; greiningarvélar Babbages.