Sagnadansar

(Endurbeint frá Fornkvæði)

Sagnadansar (líka kallað fornir dansar, fornkvæði eða danskvæði) eru hefðbundinn hópdans með söng. Dansarnir flokkast undir hringdans og vikivaka. Óvíst er um aldur þeirra en talið er að kvæðin séu ort fyrir siðaskiptin en ekki skráðir fyrr en á 17. öld og síðar. Sögusvið kvæðanna er oft ástir og samskipti kynjana. Höfundar kvæðanna eru óþekktir en kvæðin eiga sér hliðstæður á Norðurlöndum, Bretlandi og víðar. Lítið er um stuðlasetningu nema í viðlagi en sérhljóða hálfrím tíðkast.

Sagnadansar á Íslandi flokkast í þrjá flokka:

  • Kvæði af riddurum og frúm
  • Kvæði af köppum og helgum mönnum
  • Gamankvæði

HeimildirBreyta

  • Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál : fornir þjóðlífsþættir. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. ISBN 9979-819-79-0.
  • Vésteinn Ólason (1982). „The Traditional Ballads of Iceland“. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
  • Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (2010). Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Háskólaútgáfan.