Barnagæla er hefðbundið ljóð eða vísa sem notuð er til þess að hugga börn, hafa þau góð og svæfa. Þá er börnum hér á landi einnig kennt að fara með íslenskar og erlendar barnagælur og þær sungnar. Þær aðstoða barnið við að læra móðurmálið auk litanafna, að telja o.fl.

Barnagælur geta annað hvort verið ein lausavísa (eitt erindi) eða löng kvæði sem innihalda mörg erindi. Þá eru margar íslenskar þulur síðari alda oft skilgreindar sem barnagælur.

Fyrr á öldum, á tímum gamla bændasamfélagsins, var farið með svokallaðar barnafælur og Grýlukvæði ef börnin voru óþæg og létu illa og sinntu ekki skyldum sínum t.d. við prjónaskapinn.[1]

Flokkun íslenskra barnagælna breyta

Hefð er fyrir því að flokka íslenskar barnagælur í eftirfarandi flokka. Íslenskar barnagælur tilheyra flokki íslenskra þjóðkvæða:[2]

  1. Barnafælur
  2. Grýlukvæði
  3. Huggunarkvæði og gæluvísur
  4. Ljóðaleikir
  5. Vöggukvæði
  6. Þulur (síðari alda)

Dæmi um íslenskar barnagælur breyta

Dæmi um þýddar barnagælur breyta

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  1. Jónas Jónasson (1961). Íslenzkir þjóðhættir. Ísafoldarprentsmiðja H.F. Reykjavík. bls. 114.
  2. Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík. bls. 75-149.