Karelía (karelíska og finnska: Karjala; rússneska: Карелия, Karelija; latína: Carelia), einnig nefnt Kirjálaland, er landssvæði sem liggur innan landamæra Finnlands og Rússlands og er ættjörð Karelanna. Í dag skiptist stjórn svæðisins á milli þeirra rússnesku Karelíska lýðveldisins og Leníngrad-stjórnunarumdæmisins, og finnsku héraðanna Norður-Karelíu og Suður-Karelíu.

Finnska Karelía skiptist í Norður-Karelíu og Suður-Karelíu. Austur-Karelía skiptist í Hvítu-Karelíu (eða Hvítahafskarelíu) og Olonetskarelíu. Ladogakarelía og Karelíuskaginn eru leidd af landamærunum sem voru teiknuð á seinni heimsstyrjöldinni.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.