Játvarður 8. (Edward Albert Christian George Andrew Patrick David Windsor), f. 23. júní 1894, d. 28. maí 1972 var konungur breska samveldisins, konungur Írlands og keisari Indlands. Hann tók við er faðir hans, Georg 5., lést þann 20. janúar 1936 og afsalaði sér konungdómi í hendur yngri bróður síns, Georgs 6., þann 11. desember 1936. Hann var annar í röð konunga af ættinni Windsor, en faðir hans hafði breytt nafni þeirra úr Saxe-Coburg-Gotha árið 1917.

Skjaldarmerki Windsor-ætt Konungur
Bretlands og Írlands
og breska samveldisins
og keisari Indlands.
Síðar hertogi af Windsor.
Windsor-ætt
Játvarður 8. Bretlandskonungur
Játvarður 8.
Ríkisár 20. janúar 1936 -
10. desember 1936
SkírnarnafnEdward Albert Christian George Andrew Patrick David
Fæddur23. júní 1894(1894-06-23)
 White Lodge, Richmond Park, Surrey, Englandi
Dáinn28. maí 1972 (77 ára)
 4 route du Champ d'Entraînement, við Bois du Boulogne, París, Frakklandi
GröfÍ konunglegum grafreit við Frogmore, Windsor, Englandi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Georg 5.
Móðir María af Teck
EiginkonaWallis Simpson (f. 1896),
hertogaynja af Windsor
BörnBarnlaus

Áður en hann varð konungur var hann prins af York, prins af York og Cornwall, hertogi af Cornwall, hertogi af Rothesey og prins af Wales. Eftir afsögn sína varð hann aftur Játvarður prins en var gerður að hertoga af Windsor 8. mars 1937. Í síðari heimsstyrjöldinni var hann ríkisstjóri og yfirhershöfðingi Bahamaeyja.

Játvarður 8. er eini breski þjóðhöfðinginn, sem hefur sagt af sér. Hann undirritaði afsagnarskjölin þann 10. desember 1936 og breska þingið samþykkti afsögnina daginn eftir. Aðeins tveir konungar í breskri sögu hafa setið skemur en hann en það voru lafði Jane Gray (9 eða 13 daga) og Játvarður V (um 2 mánuði), en ekkert þeirra var krýnt.

Ástæða afsagnarinnar var samband Játvarðar við Wallis Simpson, sem var fráskilin bandarísk kona og það féll breskum yfirvöldum illa í geð. Þau giftust eftir að hann sagði af sér.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Georg 5.
Bretakonungur
(1936 – 1936)
Eftirmaður:
Georg 6.