Windsor
Windsor (borið fram [/ˈwɪnzər/]) er bær í konunglega sveitarfélaginu Windsor and Maidenhead í Berkshire á Englandi. Bærinn er kenndur við Windsor-kastala, eitt opinberra heimila bresku krúnunnar. Kastalinn laðar mikinn fjölda ferðamanna að bænum á hverju ári.
Windsor liggur 34 km vestan við Charing Cross í London, 11 km sunnan við bæinn Maidenhead og 35 km austan við Reading. Windsor liggur beint sunnan við Thames-á en hinum megin við ána er bærinn Eton. Þorpið Old Windsor er um það bil 300 árum eldra en nýi bærinn en það liggur 3 km sunnan við hann.
Skemmtigarðurinn Legoland liggur nærri úthverfum Windsor. Hann er annar stærsti Legoland-garður í heimi.
Þessi landafræðigrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.