Ugla Egilsdóttir
Ugla Egilsdóttir (9. febrúar 1986) er íslensk leikkona, tónlistarkona, skáld, uppistandari og blaðakona. Hún útskrifaðist úr Fræði & framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2011. Ugla hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum auk þess að koma fram með uppistand og tónlistaratriði. Ásamt Sögu Garðarsdóttur stýrði hún hlaðvarpsþættinum Ástin og leigumarkaðurinn frá mars 2014 til mars 2015.