Broadway (skemmtistaður)

fyrrum skemmtistaður í Reykjavík (1981-2014)
(Endurbeint frá Veitingastaðurinn Broadway)

Broadway var skemmtistaður í Ármúla í Reykjavík. Staðurinn var stofnaður af Ólafi Laufdal árið 1981 við Álfabakka í Breiðholti en flutti 1987 í nýbyggt Hótel Ísland við Ármúla. Staðurinn lokaði árið 2014.

Á Broadway voru haldnar ýmsar samkomur, skemmtanir, árshátíðir, verðlaunaafhendingar og tónleikar.

Meðal erlendra listamanna sem tróðu þar upp voru Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave og Rod Stewart.[1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Broadway kveður fyrir fullt og allt Vísir, skoðað 8. mars 2019
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.