Heilsubælið eða Heilsubælið í Gervahverfi er íslensk þáttasería í leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar sem var skrifuð af Eddu Björgvinsdóttur, Ladda og Gísla Rúnari Þættirnir voru framleiddir af Gríniðjunni og Íslenska sjónvarpsfélaginu fyrir Stöð 2. Sýningar á þeim hófust 1987 og voru átta þættir gerðir í einni þáttaröð.[1]

Heilsubælið
TegundGamanþáttur
HandritGísli Rúnar Jónsson
Laddi
Edda Björgvins
LeikararLaddi
Edda Björgvins
Pálmi Gestsson
Júlli Brjáns
TónskáldHjörtur Howser
UpprunalandFáni Íslands Ísland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða2
Fjöldi þátta8
Framleiðsla
FramleiðandiStöð 2
Lengd þáttar20 - 30 mín.
FramleiðslaGríniðjan
Íslenska sjónvarpsfélagið
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
Myndframsetning4 : 3
Sýnt19871987
Tenglar
IMDb tengill

Þættirnir fjalla um líf starfsfólks Heilsubælisins og baráttu þeirra við sjúklingana. Gert er grín að sjúkrahúslífinu eins og mögulegt er og koma þar ýmsir við sögu, þ.á m. Dr. Saxi læknir, Dr. Sigríður, Malberg Snædal (sem les skilaboð af hurðum Jóns Péturssonar læknis og Halldórs Péturssonar læknis), Hallgrímur matsveinn, Dr. Adolf yfirlæknir, Sigríður gamla, Steini, Olli og ýmsir fleiri.

Fyrri þáttaröðin var gefin út á mynddisk árið 2009 en árið 2010 sagði Edda Björgvinsdóttir frá því í samtali við Pressuna að hópurinn hafi verið undir mjög miklum áhrifum þeirra bestu í skemmtanaheiminum. Hún tiltók sérstaklega Rowan Atkinson og samleikara hans úr Not the Nine O'Clock News sem voru sýndir á BBC2 á árunum 1979–1982. Í sama viðtali tók hún fram að þau hefðu fengið um 10 atriði að af 280 að láni en að þau hefðu aldrei farið leynt með það.[2]

Leikarar

breyta

Tengill

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1308826/
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2017. Sótt 18. mars 2017.