Björn Bjarnason (f. 1944)
Björn Bjarnason (f. 14. nóvember 1944) lögfræðingur, er fyrrverandi menntamála- og dómsmálaráðherra og var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1991-2009.
Björn Bjarnason (BBj) | |
| |
Fæðingardagur: | 14. nóvember 1944 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
Flokkur: | Sjálfstæðisflokkurinn |
Þingsetutímabil | |
1991-2003 | í Reykv. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2003-2007 | í Reykv. n. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2007-2009 | í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2009 | í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
1991-1995 | Formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins |
1992-1995 | Formaður utanríkismálanefndar |
1995-2002 | Menntamálaráðherra |
2003-2009 | Dóms- og kirkjumálaráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Ævi og störf
breytaBjörn fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Björnsdóttir. Björn á þrjár systur Guðrúnu, Valgerði og Önnu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, lærði lögfræði við Háskóla Íslands og var formaður Stúdentaráðs 1967-1968. Sumarið 1970 missti hann foreldra sína og ungan systurson í eldsvoða í sumarbústað á Þingvöllum. Lagaprófi frá Háskóla Íslands lauk hann 1971.
Hann vann sem útgáfustjóri Almenna bókafélagsins 1971-1974, fréttastjóri á Vísi 1974, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu 1974-1979, blaðamaður á Morgunblaðinu 1979-1984 og aðstoðarritstjóri 1985-1991. Hann hlaut 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1991 og settist þá á þing. Hann varð menntamálaráðherra 1995 og gegndi þeirri stöðu til 2002, þegar hann tók að sér að verða forystumaður Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningar 2002. Hann varð dómsmálaráðherra 2003, eftir að Davíð Oddsson myndaði í þriðja skipti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og gegndi embætti til ársins 2009 og lét þá af þingmennsku.
Björn hefur tekið mikinn þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Íslandi og ætíð verið eindreginn stuðningsmaður vestræns varnarsamstarfs og varnarsamningsins við Bandaríkin. Í Kalda stríðinu deildi hann með erindrekum bandarískra yfirvalda upplýsingum sem hann hafði fengið sem blaðamaður um íslenska stjórnmálamenn, ekki síst vinstrisinnaða.[1] Hann var sumarið 2004 skipaður formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, sem skilaði skýrslu í mars 2007. Hann er félagi í International Institute for Strategic Studies og hefur setið fundi Bilderberg-samtakanna. Greinasafnið Í hita kalda stríðsins kom út eftir hann árið 2001. Björn er kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, og eiga þau tvö börn, Sigríði Sól og Bjarna Benedikt. Hann er tengdafaðir Heiðars Más Guðjónssonar.
Tenglar
breyta- Æviágrip á heimasíðu Alþingis
- Vefsíða Björns Bjarnarsonar þar sem hann heldur úti vefdagbók
Tilvísanir
breyta- ↑ „Bjarnason, Björn Bjarnason“. Hringbraut - hringbraut.is.
Fyrirrennari: Sólveig Pétursdóttir |
|
Eftirmaður: Ragna Árnadóttir | |||
Fyrirrennari: Ólafur G. Einarsson |
|
Eftirmaður: Tómas Ingi Olrich |