Bilderberg Group
Bilderberg Group er leynilegt félag, stofnað árið 1952, með meðlimi sem spanna frá Rockefeller fjölskyldunni til konungsfjölskyldna Evrópu og Bandaríkjanna ásamt æðstu mönnum í ríkistjórnum þeirra. Meðal margra fremstu fjármagns og viðskiptamanna er litið á Bilderbarg jafnhátt og æðsta ráð fremstu presta kapítalismans. Ekki er hægt að bjóða sig fram í slíkan hóp og í stað þess velur sérstök nefnd innan hópsins meðlimi. Leyndin innan hópsins er jafnframt á hernaðarstigi. Nöfn meðlima eru ekki nefnd í fundarskýrslum og meðlimir ræða ekki hvað hafi farið fram á fundinum. Hópurinn tekur ekki á móti Asíu-búum, fólki frá Suður Ameríku, eða Afríkubúum. [1]
Fyrir nokkrum árum var stór hópur fólks sem fann fyrir áhyggjum af vaxandi vantrausti á Bandaríkin [...] Þessi tilfinning orsakaði umfangsmikinn ótta beggja vegna atlantshafsins og árið 1952 fannst mér kominn tími til við fyrsta tækifæri að fjarlægja tortryggni, vantraust og skort á sjálfstrausti sem ógnuðu samkomulaginu eftir stríðið [í seinni heimstyrjöldinni] af Bandamönnum. [...] Til fundana myndum við bjóða valdamiklu og áreiðanlegu fólki sem deildu virðingu þeirra sem vinna í þjóðar og alþjóðarmálum og þeirra sem gætu átt persónuleg samskipti við ráðamenn á fundinum til þess að miðla málum í þessum erfiðleikum. | ||
— Úr fundaskýrslu Bilderberg Group, 1956.[2]
|
Íslenskir þáttakendur
breytaEftirfarandi eru nöfn Íslendinga sem heimildir herma að hafi sótt fundi Bilderberg Group ásamt ártölum funda.
- Bjarni Benediktsson (1965, 1967 og 1970)[3][4]
- Björn Bjarnason (1974 og 1977)[4][5]
- Davíð Oddsson (á tímabilinu 1991-1999)[4]
- Einar Benediktsson (í kringum 1970)[4]
- Geir H. Haarde (óljóst nákvæmlega hvenær en líklega í kringum 1990)[6]
- Geir Hallgrímsson (á tímabilinu 1974-1977 og 1980)[4]
- Hörður Sigurgestsson (einhverntíma fyrir 1993)[4]
- Jón Sigurðsson (1993)[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ „The masters of the universe“ (enska). Asian Times. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „August 1956, The Bilderberg Group“ (enska). Wikileaks. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Stjórnmálamaðurinn“. Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Sótt 5. maí 2024.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 „Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund“. Morgunblaðið. 24. apríl 1993.
- ↑ Björn Bjarnason (13. september 2001). „Dapur septemberdagur – einstakur atburður – söguleg ákvörðun NATO – umboð frá utanríkismálanefnd“.
- ↑ „112. löggjafarþing, 277. fundur, fyrirspurn: greiðsla kostnaðar á fundaferðum ráðherra“. Alþingi. Sótt 5. maí 2024.