Almenna bókafélagið

Almenna bókafélagið eða AB er íslenskt bókafélag sem var stofnað 17. júní 1955. Hlutverk þess var meðal annars að mynda menningarlegt mótvægi við Mál og menningu sem þá var öflugasta bókafélag landsins, tengt vinstrisinnuðum rithöfundum og hallt undir Ráðstjórnarríkin, enda þáði það háa fjárstyrki þaðan. Á þessum tíma störfuðu tvö félög íslenskra rithöfunda, Rithöfundafélag Íslands og Félag íslenskra rithöfunda, sem skiptust eftir átakalínum í stjórnmálum. Að stofnun Almenna bókafélagsins stóðu meðal annars Bjarni Benediktsson, sem þá var menntamálaráðherra, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur G. Hagalín, Tómas Guðmundsson, Jóhannes Nordal og Kristmann Guðmundsson.

Alvarlegir rekstrarörðugleikar í byrjun 10. áratugar 20. aldar ráku félagið í gjaldþrot árið 1996. Vaka-Helgafell keypti þá bókabirgðir fyrirtækisins. Bókafélagið sem Jónas Sigurgeirsson rekur keypti nafnið úr þrotabúi 2011 og gefur nú út nokkrar bækur á ári undir nafni Almenna bókafélagsins.

Heimildir

breyta
  • „Almenna bókafélagið. Af vefsíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt“.
  • „Nýfundin skjöl Sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu: Mál og menning fékk styrki“.
   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.