Selaætt

(Endurbeint frá Selur)

Selaætt eða eiginlegir selir (fræðiheiti: Phocidae) eru ein af þremur ættum hreifadýra (Pinnipedia). Þeir eru betur aðlagaðir lífi í vatni en eyrnaselir (sæljón og loðselir), en um leið eru þeir minna hæfir til að ferðast um á landi þar sem afturhreifar þeirra eru gagnslitlir sem gangfæri.

Selaætt
Pardusselur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Undirættbálkur: Hreifadýr (Pinnipedia)
Ætt: Phocidae
Gray, 1821
Ættkvíslir

Algengustu selategundirnar við Íslandsstrendur eru landselur og útselur.

Urta (einnig nefnd kæpa, sem bæði getur átt við urtu með eða án kóps) er kvendýr sels. Karldýrið nefnist brimill og afkvæmin nefnast kópar. Skerjakolla eða skerjakollur er selur sem sækir árlega í sömu skerin.

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.