María af Lúxemborg
María af Lúxemborg (1304 – 26. mars 1324) var drottning Frakklands og Navarra frá 1322 til 1324 sem önnur kona Karl 4. Frakkakonungs.
María var af Lúxemborgarætt, dóttir Hinriks 7. keisara og Margrétar af Brabant. Systkini hennar voru Beatrix Ungverjalandsdrottning og Jóhann blindi af Bæheimi, faðir Karls 4. keisara. Hún giftist Karli 4. Frakkakonungi skömmu eftir að hann sagði skilið við fyrstu konu sína, Blönku af Búrgund, sem þá hafði setið í átta ár í dýflissu eftir að hafa verið dæmd fyrir hórdóm. Börn þeirra voru þá bæði dáin og Karli lá á að reyna að eignast son því að hann var síðastur af Kapet-ætt.
María missti fóstur 1323. Í mars 1324 átti hún aftur von á barni en hestvagni hennar hlekktist á og hún slasaðist mikið. Hún ól son fyrir tímann og hann dó innan fárra klukkustunda. Sjálf dó hún nokkrum dögum seinna, nítján ára gömul.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Marie of Luxembourg, Queen of France“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. júní 2010.