1317
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1317 (MCCCXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Gissur galli Björnsson frá Víðidalstungu var með Hákoni konungi hálegg í hernaði í Svíþjóð, særðist þar, var handtekinn og sat lengi í myrkrastofu.
- Ný kirkja vígð á Ingjaldshóli undir Jökli vegna mikillar mannfjölgunar þar í tengslum v9ð aukna útgerð og skreiðarverkun til útflutnings.
- Auðunn rauði Hólabiskup setti Þóri Haraldsson ábóta í Munkaþverárklaustri úr embætti.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. janúar - Filippus 5. og Jóhanna af Búrgund krýnd konungur og drottning Frakklands í Reims.
- Votviðriskaflanum sem olli Hungursneyðinni miklu lýkur um vorið.
- 10.-11. desember - Birgir Magnússon hélt gestaboðið í Nyköping, þar sem hann tók bræður sína, Eirík og Valdimar, til fanga og varpaði þeim í dýflissu þar sem þeir létust á útmánuðum 1318.
Fædd
Dáin
- 14. febrúar - Margrét af Frakklandi, drottning Játvarðar 1. Englandskonungs (f. 1282).