Breiðavík er vík á Vestfjörðum á Íslandi og er ein af svonefndum Útvíkum og liggur milli Látravíkur og Kollsvíkur. Nokkru sunnar er Látrabjarg og þorpið Patreksfjörður er í um 50 km fjarlægð. Í Breiðavík er nú búskapur og ferðaþjónusta, á sumrin er rekið þar gistiheimili. Allmikill útvegur var stundaður fyrrum frá Breiðuvík.

Séð til Breiðavíkur
Kirkja í Breiðavik
Kirkja í Breiðavik

Frá 1824 hefur verið kirkjustaður í Breiðuvík, en áður var þar bænhús. Kirkjan sem nú stendur í Breiðavík var vígð árið 1964.

Breiðavíkurheimilið

breyta

Uppeldisheimili fyrir drengi var rekið á vegum ríkisins í Breiðuvík á árunum 19531979. Sérfræðingar gagnrýndu staðarval fyrir slíkt heimili [1]Upphaflega var heimilið stofnað fyrir drengi á aldrinum 14-18 ára en þar voru aðallega drengir á aldrinum 10 – 14 ára. Margar ástæður gátu verið fyrir því að þeir voru sendir þangað allt frá afbrotum yfir í alvarleg heimilisvandamál.

Í Kastljósþætti 6. febrúar 2007 upplýsti fyrrverandi vistmaður uppeldisheimilisins í Breiðuvík að hann hefði orðið fyrir ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á meðan dvöl hans þar stóð, en svipaðar upplýsingar höfðu komið fram skömmu áður í DV og einnig löngu fyrr í minningum Sævars Ciesielski frá 1980. Margir aðrir fyrrum vistmenn í Breiðuvík fylgdu í kjölfarið á Kastljósþættinum og höfðu sömu sögu að segja um slæman aðbúnað og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Í Kastljósþættinum kom einnig í ljós að Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur vann skýrslu árið 1975 þar sem hann gagnrýndi aðbúnaðinn í Breiðuvík. Niðurstöður Gísla voru meðal annars þær að 83% þeirra drengjanna sem dvöldu á Breiðavík komust í kast við lögin og 63% fyrir alvarlega glæpi.[2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. SKÝRSLA NEFNDAR SAMKVÆMT LÖGUM NR. 26/2007, Könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979
  2. „RÚV: Breiðavík: Aðbúnaður oft gagnrýndur“. Sótt 6. febrúar 2007.
  3. „RÚV: Flestallir Breiðavíkurdrengirnir urðu lögbrjótar“. Sótt 6. febrúar 2007.

Tenglar

breyta