Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina sem eru umkringdir klettabeltum efst, og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram. Fjöllin ná flest 500 til 600 metra hæð en hæst þeirra er Hringdalsgnúpur 625 metrar.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í fjöllunum í Ketildölum, inn á milli blágrýtishraunlaganna. Hér hafa fundist leifar af beyki, vínviði, rauðviði, álmi og fleiri tegundum. Sandsteinslagið er meðal elstu minja um gróðurfar hérlendis á tertíertímabilinu.

Ystir Ketildala eru Verdalir, en þar var lengi mikil verstöð, en aldrei byggð. Þar á eftir kemur Selárdalur, og svo: Fífustaðadalur, Austmannsdalur, Bakkadalur, Hringsdalur, Hvestudalur og Auðihringsdalur. Lengi var fjölmenn byggð í Ketildölum en nú eru nær allir bæir komnir í eyði.

Kirkja og prestssetur var í Selárdal, en árið 1907 var Selárdalsprestakall lagt niður og Selárdalssókn lögð til Bíldudalsprestakalls. Ketildalir voru sérstakt sveitarfélag, Ketildalahreppur, en var lagt niður 1987 þegar það sameinaðist Suðurfjarðahreppi og hrepparnir mynduðu í sameiningu Bíldudalshrepp. Árið 1994 sameinaðist hann Barðastrandarhreppi, Rauðasandshreppi og Patrekshreppi í sveitarfélagið Vesturbyggð.

Ketildalir eru sagðir heita eftir Katli Þorbjarnarsyni ilbreið en í Landnámu segir að hann hafi numið Arnarfjarðardali frá Kópanesi til Dufansdals.

Bæir breyta

Auðihrísdalur breyta

Hvestudalur breyta

Hringsdalur breyta

Bakkadalur breyta

Austmannsdalur breyta

Fífustaðadalur breyta

Selárdalur breyta

Tengt efni breyta

Tenglar breyta