Thomas Pelham-Holles, hertogi af Newcastle

Thomas Pelham-Holles, fyrsti hertoginn af Newcastle upon Tyne og fyrsti hertoginn af Newcastle-under-Lyme, (21. júlí 1693 – 17. nóvember 1768) var breskur stjórnmálamaður úr röð Vigga. Ásamt bróður sínum, Henry Pelham, sat hann við stjórn í Bretlands í um tíu ár. Eftir dauða Henry gerðist Thomas forsætisráðherra Bretlands í sex ár í tvö aðskilin kjörtímabil (1754-1756 og 1757-1762). Stjórnartíð hans var viðburðalítil að mestu en Newcastle hóf þátttöku Bretlands í sjö ára stríðinu, sem leiddi brátt til afsagnar hans. Eftir síðari ráðherratíð sína var hann í stuttan tíma meðlimur í ríkisstjórn Rockingham lávarðar en dró sig síðan úr stjórnmálum.

Hertoginn af Newcastle
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
16. mars 1754 – 16. nóvember 1756
ÞjóðhöfðingiGeorg 2.
ForveriHenry Pelham
EftirmaðurHertoginn af Devonshire
Í embætti
2. júlí 1757 – 26. maí 1762
ÞjóðhöfðingiGeorg 2.
Georg 3.
ForveriHertoginn af Devonshire
EftirmaðurJarlinn af Bute
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. júlí 1693
London, Englandi
Látinn17. nóvember 1768 (75 ára) Lincoln's Inn Fields, Middlesex, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurViggar
MakiHenrietta Godolphin (g. 1718)
TrúarbrögðEnska biskupakirkjan
HáskóliClare College, Cambridge
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Thomas Pelham var elsti sonur Thomasar Pelham, fyrsta barónsins af Pelham, og konu hans, Lafði Grace Holles, sem var yngri systir Johns Holles, fyrsta hertogans af Newcastle-upon-Tyne. Móðurbróðir Thomasar lést árið 1711 og faðir hans næsta ár en báðir erfðu hann að dýrmætum landeignum. Þegar hann varð lögráða árið 1714 var Thomas, þá Pelham lávarður, einn ríkasti landeigandi í Bretlandi. Hann stundaði nám í Westminster-skóla og síðan í Clare College í Cambridge.

Stjórnmálaferill

breyta

Eftir dauða Önnu Bretadrottningar gerðist Pelham tryggur stuðningsmaður Vigganna og notaði áhrif sín til þess að fá íbúa Lundúna til að sættast við nýja þýskættaða konunginn, Georg 1. frá Hanover. Fyrir þjónustu sína var Pelham gerður greifi af Clare árið 1714 og síðan hertogi af Newcastle-upon-Tyne árið 1715. Hann varð einnig lávarður-lautinant sýslanna Middlesex og Nottingham og riddari Sokkabandsorðunnar árið 1718. Sama ár kvæntist hann Henriettu Pelham-Holles.

Árið 1717 gegndi Newcastle opinberu embætti í fyrsta sinn sem yfirmaður (Lord Chamberlain) konunglega heimilishaldsins. Árið 1724 var hann útnefndur ríkisritari suðurdeildar Bretaveldisins af forsætisráðherranum Robert Walpole. Hann gegndi þessu embætti í þrjátíu ár samfellt, frá 1724 til 1754, og lét ekki af því fyrr en hann varð forsætisráðherra í kjölfar dauða bróður síns. Langlífi stjórnmálaferils Newcastle má útskýra bæði með persónusamböndum hans og með miklu ríkidæmi hans. Hann þótti einnig rökvís ræðumaður og hæfileikaríkur þingmaður.

Árið 1731, í landeign Walpole í Norfolk, Houghton Hall, var Newcastle gerður meistari í Frímúrarareglunni ásamt tilvonandi keisara Heilaga rómverska ríkisins, Frans 1., af stórmeistaranum Lovell lávarði. Þegar munaðarleysingjahælið Foundling Hospital var stofnað í Lundúnum árið 1739 var Newcastle einn af formönnum stofnunarinnar.

Í endurminningum sínum bar John Hervey Newcastle saman við Walpole og sagði um þá: „Við áttum einn ráðherra sem gerði allt og lét það líta út eins og ekkert væri […] og síðan áttum við ráðherra sem gerði ekki neitt en lét það líta út fyrir að hann gerði allt.“ Newcastle fór að sækjast eftir frekari völdum eftir að Walpole féll úr embætti árið 1742 og varð mun áhrifameiri eftir að yngri bróðir hans, Henry, varð forsætisráðherra árið 1743. Eftir að Henry Pelham lést árið 1754 tók Newcastle sjálfur við sem forsætisráðherra. Sem slíkur sætti hann gagnrýni fyrir að ná litlum árangri með hernaðaraðgerðum Breta í Norður-Ameríku í byrjun sjö ára stríðsins. Hann sagði því af sér í nóvember árið 1756 og steig til hliðar fyrir hertoganum af Devonshire. Fyrir þjónustu sína í þágu ríkisins fékk Newcastle nafnbótina hertogi af Newcastle-under-Lyne.

Newcastle varð forsætisráðherra á ný árið 1757. Ríkisstjórn hans naut virðingar á alþjóðavísu en hún komst fljótt upp á kant við Georg 3. Bretlandskonung og svo fór að konungurinn gerði vin sinn, Bute lávarð, forsætisráðherra í maí árið 1762. Newcastle gekk í stjórnarandstöðu til ársins 1765 en varð þá innsiglisstjóri í ríkisstjórn Rockingham lávarðar. Heilsu Newcastle hrakaði stuttu síðar og hann lést í nóvember 1768.

Hjónaband

breyta

Árið 1718 giftist Newcastle Henriettu Godolphin. Hún var barnabarn lávarðarins Godolphin og hertogans af Marlborough. Líkt og eiginmaður sinn var hún Viggi og barðist fyrir lagasetningunni sem útilokaði kaþólikka frá erfðaröðinni að bresku krúnunni. Á þriðja áratug átjándu aldar voru hjónin þekkt fyrir að halda miklar veislur.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
Henry Pelham
Forsætisráðherra Bretlands
(16. mars 175416. nóvember 1756)
Eftirmaður:
Hertoginn af Devonshire
Fyrirrennari:
Hertoginn af Devonshire
Forsætisráðherra Bretlands
(2. júlí 175726. maí 1762)
Eftirmaður:
Jarlinn af Bute