Charles Watson-Wentworth, markgreifi af Rockingham
Charles Watson-Wentworth, annar markgreifinn af Rockingham, (13. maí 1730 – 1. júlí 1782) kallaður hinn háttvirti Charles Watson-Wentworth til ársins 1733, Higham vísigreifi frá 1733 til 1746 og greifinn af Malton frá 1746 til 1750, var breskur stjórnmálamaður úr röðum Vigga sem var tvisvar forsætisráðherra Bretlands. Hann gegndi aðeins tveimur mikilvægum embættum á ferli sínum, embættum forsætisráðherra og leiðtoga lávarðadeildar breska þingsins, en hann naut þó mikilla áhrifa á seinni ráðherratíð sinni.
Markgreifinn af Rockingham | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 13. júlí 1765 – 30. júlí 1766 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 3. |
Forveri | George Grenville |
Eftirmaður | William Pitt eldri |
Í embætti 27. mars 1782 – 1. júlí 1782 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 3. |
Forveri | Frederick North |
Eftirmaður | Jarlinn af Shelburne |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 13. maí 1730 Wentworth, Yorkshire, Englandi |
Látinn | 1. júlí 1782 (52 ára) Wimbledon, Surrey, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Viggar |
Maki | Mary Bright (g. 1752) |
Háskóli | St. John's College (Cambridge) |
Æviágrip
breytaRockingham var afkomandi fyrsta greifans af Strafford og ólst upp á fjölskyldusetrinu Wenworth Woodhouse nærri Rotherham í Suður-Yorkshire. Hann hlaut nám í Westminster-skóla og St John's-háskóla í Cambridge. Árið 1746 hélt hann til Carlisle til að ganga til liðs við hertogann af Cumberland í stríðinu gegn Karli Játvarði Stúart. Fjórum árum síðar var hann gerður greifi af Malton á Írlandi og bar þann titil þar til hann erfði markgreifatign föður síns.
Stjórnmálaferill
breytaRockingham tók sæti á lávarðadeild breska þingsins næsta ár og varð riddari í reglu Sokkabandsorðunnar árið 1761. Árið 1762 útnefndi Georg 3. konungur læriföður og vin Rockinghams, Bute lávarð, forsætisráðherra. Bute gegndi embættinu í rúmt ár en sagði síðan af sér vegna aukinnar andstöðu. Við honum tók George Grenville, sem tókst ekki heldur að vinna stjórn sinni nægan stuðning. Þegar Grenville sagði af sér árið 1765 tók Rockingham við.
Rockingham útnefndi bandamenn sína, Henry Seymour Conway og Grafton lávarð, í ríkisstjórnina. Jafnframt gerðist írski stjórnmálamaðurinn og heimspekingurinn Edmund Burke einkaritari Rockinghams og var náinn vinur hans og samstarfsmaður alla tíð. Á fyrri ráðherratíð sinni nam Rockingham úr gildi Stamp-lögin árið 1765 og lækkaði með þeim skatta í bresku nýlendunum. Innanríkisvandamál ollu því að Rockingham neyddist til þess að segja af sér árið 1766 og William Pitt eldri tók við sem forsætisráðherra.
Sjálfstæði Bandaríkjanna
breytaRockingham var í stjórnarandstöðu næstu sextán árin. Hann studdi stjórnarskrárbundin réttindi breskra nýlendubúa og studdi jafnframt viðurkenningu á sjálfstæði Bandaríkjanna. Árið 1782 varð hann forsætisráðherra í annað sinn og viðurkenndi sem slíkur sjálfstæði Bandaríkjamanna. Þannig batt hann enda á þátttöku Breta í bandaríska frelsisstríðinu. Ráðherratíð Rockinghams entist ekki lengi því hann lést 14 vikum síðar.
Í Bandaríkjunum eru sýslur í New Hampshire, Norður-Karólínu og Virginíu nefndar eftir Rockingham.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Charles Watson-Wentworth“ á frönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. apríl 2018.
Fyrirrennari: George Grenville |
|
Eftirmaður: William Pitt eldri | |||
Fyrirrennari: Frederick North |
|
Eftirmaður: Jarlinn af Shelburne |