The Crown
The Crown eða „Krúnan” eru þættir frá Netflix sem fjalla um valdatíð Elísabetar 2. Bretadrottningar. Þættirnir voru skapaðir af handritshöfuninum Peter Morgan sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina The Queen (2006) sem fjallar einnig um líf drottingarinnar. Fyrsta sería hefst árið 1947 með brúðkaupi drottingarinnar og Filippusar prins og nær til ársins 1955 þegar Margrét prinsessa, systir Elísabetar, og Peter Townsend slíta trúlofun sinni. Önnur sería hefst með Súesdeilunni árið 1956 og lýkur með starfslokum forsætisráðherrans Harold Macmillan árið 1963 og fæðingu Játvarðar prins árið 1964. Þriðja serían nær frá 1964-1977. Þar kemur forsætisráðherran Harold Wilson fyrir sem ogCamilla Shand. Fjórða sería hefst 1979 og nær fram á fyrri hluta 10. áratugarins. Þar fylgjumst við með Margaret Thatcher í forsætisráðherrastólnum og fáum einnig að kynnast Díönu prinsessu. Fimmta og sjötta sería eru enn í vinnslu en þær munu fjalla um valdatíð drottningarinnar inn á 21. öldina.
The Crown | |
---|---|
Tegund | Búningadrama |
Búið til af | Peter Morgan |
Leikarar | Sería 1–2
Sería 3–4
Sería 5-6
|
Höfundur stefs | Hans Zimmer |
Upprunaland | Bretland |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Framleiðsla | |
Framleiðandi | Andrew Eaton |
Staðsetning | Bretland |
Lengd þáttar | 47–61 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Netflix |
Sýnt | 4. nóvember 2016 – |
Ákveðið var í upphafi framleiðsluferlisins að nýir leikarar myndu taka við hlutverkum eftir hverjar tvær seríur. Þetta er gert til þess að persónurnar eldist sem eðlilegast. Þannig lék Claire Foy Elísabetu í fyrstu tveim seríunum, Matt smith Filippus drottingarmann og Vanessa Kirby Margréti prinsessu. Í þriðju og fjórðu seríu tók Olivia Coleman við hlutverki drottingarinnar, Tobias Menzies lék Filippus og Helena Bonham Carter Margréti. Þá bættust einnig Josh O'Connor og Erin Doherty við í þriðju seríu til að leika Karl Bretaprins og Önnu prinsessu. Í fjórðu seríu bættust svo við Emma Corrin sem lék Díönu prinsessu og Gillian Anderson sem lék Margréti Thatcher. Búið er að ráða helstu leikara fyrir seríur fimm og sex en Imelda Staunton mun taka að sér hlutverk Elísabetar, Jonathan Pryce verður Filippus, Lesley Manville verður Margrét prinsessa, Dominic West mun leika Karl og Elizabeth Debicki verður Díana.
Fyrstu seríunni var streymt inn á Netflix þann 4. nóvember 2016, önnur sería kom svo inn 8. desember 2018, sú þriðja 17. nóvember 2019 og fjórða 15. nóvember 2020. Búist er við að fimmta serían verið frumsýnd árið 2022.
The Crown hefur hlotið lofsamlega dóma frá gagnrýnendum fyrir leik, leikstjórn, handrit o.fl. þó einhverjir hafi gagnrýnt þættina fyrir að taka sér heldur of mikið skáldaleyfi og fara ónákvæmlega með sögulegar staðreyndir. Engu að síður hafa þættirnir hlotið fjölda verðlauna þar á meðal tíu Emmy verðlaun, sjö Golden Globe og sex Screen Actors Guild-verðlaun.
Söguþráður
breytaThe Crown fjallar um líf Elísabetar 2. englandsdrottingar allt frá brúðkaupi hennar og Filippusar árið 1947 fram til upphafs 21. aldar.
Fyrsta serían fjallar um atburði í lífi drottingarinnar allt til ársins 1955. Þegar faðir Elísabetar Georg 6. deyr nokkuð skyndilega fellur krúnan í hendur hennar. Winston Churchill hefur tekið aftur við forsætisráðherraembættinu þrátt fyrir að vera orðinn háaldraður og Margét prinsessa á í ástarsambandi við mun eldri mann, Peter Townsend, sem starfaði sem yfirhestavörður innan konungshallarinnar.
Önnur sería hefst á Súesdeilunni árið 1956 sem leiddi til afsagnar Anthony Eden sem forsætisráðherra Bretlands og við tók Harold Macmillan. Serían endar á fæðingu Játvarðar prins yngsta sonar drottingarinnar.
Þriðja serían gerist á árunum 1964-1977 og hefst með kjöri Harold Wilson til forsætisráðherra. Hún fjallar einnig um tíma Edward Heath sem forsætisráðherra. Í þriðju seríu fáum við að kynnast Karli bretaprins og Önnu prinsessu betur og þá kemur Camilla Shand einnig við sögu.
Í fjórðu seríu er farið yfir tímabilið 1979 - 1990 þegar Margaret Thatcher var forsætisráðherra Bretlands og þá kynnumst við einnig Diana Spencer og fylgjumst með henni fóta sig innan konungsfjölskyldunnar.
Leikarar og persónur
breyta- Elísabet 2. Bretadrottning
- Claire Foy (1.- 2. sería)
- Olivia Coleman (3. - 4. sería)
- Imelda Staunton (5. - 6. sería)
- Filippus prins, hertogi af Edinborg
- Matt Smith (1. - 2. sería)
- Tobias Menzies (3. - 4. sería)
- Jonathan Pryce (5. - 6. sería)
- Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon
- Vanessa Kirby (1. - 2. sería)
- Helena Bonham Carter (3. - 4. sería)
- Lesley Manville (5. - 6. sería)
- Elísabet drottningarmóðir
- Victoria Hamilton (1. - 2. sería)
- Marion Bailey (3. - 4. sería)
- Karl Bretaprins
- Josh O'Connor (3. - 4. sería)
- Dominic West (5. - 6. sería)
- Díana prinsessa
- Emma Corrin (4. sería)
- Elizabeth Debicki (5. sería)
- Anna Bretaprinsessa
- Erin Doherty (3. - 4. sería)
- Alice prinsessa af Battenberg
- Jane Lapotaire (3. sería)
- María af Teck, drotting
- Eileen Atkins (1. sería)
- Georg 6. Bretlandskonungur
- Jared Harris (1. sería)
- Játvarður 8. Bretlandskonungur
- Alex Jennings (1. - 2. sería)
- Derek Jacobi (3. sería)
- Wallis Simpson
- Lia Williams (1. - 2. sería)
- Geraldine Chaplin (3. sería)
- Louis Mountbatten
- Greg Wise (1. - 2. sería)
- Charles Dance (3. sería)
- Antony Armstrong-Jones, jarlinn af Snowdon
- Matthew Goode (2. sería)
- Ben Daniels (3. sería)
- Camilla Parker Bowles
- Emerald Fennell (3. - 4. sería)
- Andrew Parker Bowles
- Andrew Buchan (3. - 4. sería)
- Winston Churchill
- John Lithgow (1. - 3. sería)
- Anthony Eden
- Jeremy Northam (1. - 2. sería)
- Peter Townsend
- Ben Miles (1. - 2. sería)
- Harold Macmillan
- Anton Lesser (2. sería)
- Harold Wilson
- Jason Watkins (3. sería)
- Edward Heath
- Michael Maloney (3. sería)
- Margaret Thatcher
- Gillian Anderson (4. sería)
- Dennis Thatcher
- Stephen Boxer (4. sería)