Hans Zimmer
Hans Zimmer (fæddur 12. september 1957) er þýskt tónskáld starfandi í Bandaríkjunum, frægastur fyrir að semja kvikmyndatónlist. Hann hóf feril sinn í tónlist spilandi á hljómborð og hljóðgervla með hljómsveitum svo sem Ultravox og The Buggles. Hann sló í gegn í kvikmyndatónlist með þemalagi myndarinnar Rain Man árið 1988, sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir. Síðan þá hefur hann samið tónlist við margar þekktar kvikmyndir. Sem dæmi má nefna The Gladiator, Crimson Tide, The Rock, Black Hawk Down, The Last Samurai, The Da Vinci Code, Lion King, Interstellar, Inception og Batman þríleik Nolans.