Camilla, hertogaynja af Cornwall

Camilla, hertogaynja af Cornwall (fædd 17. júlí 1947 sem Camilla Rosemary Shand, áður þekkt sem Camilla Parker Bowles) er önnur eiginkona Karls Bretaprins, prinsins af Wales óumdeilds arftaka bresku krúnunnar. Hún notar nafnbótina hertogaynja af Cornwall, sem er önnur nafnbót eiginmanns hennar, frekar en hertogaynja af Wales. Nafnbót hennar í Skotlandi er hertogaynja af Rothesay.

Camilla, hertogaynja af Cornwall, 2013

Camilla er elsta barn majórsins Bruce Shand og konu hans Rosalind Cubitt, dóttur barónsins Roland Cubitt. Hún ólst upp í Austur-Sussex og South Kensington í London. Hún var menntuð í Englandi, Sviss og Frakklandi. Hún starfaði í ýmsum fyrirtækjum í London en helst þeirra var veggfóðurframleiðandinn Sibyl Colefax & John Fowler. Árið 1973 giftist Camilla liðsforingjanum Andrew Parker Bowles og eiga þau tvö börn saman. Þau skildu árið 1995.

Camilla var í ástarsambandi við Karl Bretaprins áður, á meðan og eftir að þau voru gift öðrum. Samband þeirra var mikið til umræðu í fjölmiðlunum. Árið 2005 giftu þau sig í Windsor og hjónaband þeirra var vígt af Rowan Williams þáverandi erkibiskup af Kantaraborg.

Sem hertogaynja af Cornwall aðstoðar Camilla eiginmann sinn við hans opinbert skylduverk. Hún er jafnframt verndari og formaður ýmsra góðgerðarsamtaka. Frá árinu 1994 hefur hún farið með vitundarátak um beinþynningu og hefur fengið verðlaun fyrir þá vinnu. Hún hefur einnig vakið athygli almennings um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi, læsi og fátækt.

Samkvæmt opinberri yfirlýsingu var lengi áætlað að Camilla myndi nota nafnbótina „prinsessa“ frekar en „drottning“ taki Karl Bretaprins við krúnunni. Í febrúar 2022 lýsti Elísabet 2. Bretadrottning því hins vegar yfir að hún vilji að Camilla taki drottningartign þegar Karl verður konungur. [1]

HeimildBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Eiður Þór Árnason (5. febrúar 2022). „Elísa­bet út­nefnir Camillu verðandi drottningu“. Vísir. Sótt 7. febrúar 2022.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.