Tenerífe

Tenerífe er stærst og fjölmennust Kanaríeyja sem tilheyra Spáni og liggja við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Tenerífe er jafnframt fjölmennasta eyja Spánar. Höfuðborg eyjarinnar er Santa Cruz de Tenerife. Flatarmál Tenerífe er 2.034 km² og er eyjan í laginu eins og þríhyrningur.

Tenerife
Fjara

Árið 2022 bjuggu 980.000. íbúar á eyjunni. Eyjan er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna. Árlega heimsækja um fimm milljónir ferðamanna eyjuna. Tenerífe er vinsælasta eyjan af Kanaríeyjunum og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Spáni.

Á Tenerífe er eldfjallið Teide (3,718 m á hæð) sem er hæsta fjall Spánar og þriðja stærsta eldfjall í heimi. Á norðurhluta Tenerífe er borgin San Cristóbal de La Laguna sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Í höfuðborginni er árlega haldin ein stærsta kjötkveðjuhátíð í heimi, á eftir kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu, kjötkveðjuhátíðin í Santa Cruz de Tenerife.

SöguágripBreyta

Talið er að frumbyggjar Tenerife (Guanches) hafi komið til eyjarinnar á árinu 1000 f.k. Krist. Talið er að þeir hafi komið frá norður-Afríku. Þeir áttu ríka goðafræði með mörgum guðum og öndum og blönduðust sumir siðir þeirra trúarbrögðum og siðum síðari íbúa Tenerife. Eyjan var í fyrstu nefnd Achinet.

Á 15. öld komu trúboðar frá Katalóníu til eyjarinnar. Eftir yfir 100 ára átök Evrópulanda um völd á eyjunni var hún innlimuð í Spánarveldi árið 1496 undir stjórn Ísabellu 1. af Kastilíu.

Borgin San Cristóbal de La Laguna varð í fyrstu höfuðborg Kanaríeyjum, þar til á 19. öld þegar Santa Cruz de Tenerife tók við. Englendingar réðust árið 1797 á eyjuna. Biðu þeir ósigur.

FerðaþjónustaBreyta

 
La Orotava

Helstu ferðamannastaðir eyjarinnar eru: Teide, hæsta fjall á Spáni og þriðja stærsta eldfjall í heimi. Parque Nacional del Teide er mest heimsótt á Spáni og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Tenerife er einnig þekktur fyrir að vera mikill ferðamannastaður á Spáni og erlendis og fær meira en fimm milljónir ferðamanna á ári.

Borgin San Cristóbal de La Laguna er heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1999. Borgin hefur fjölda kristinna kirkna og klaustur. Þar er Dómkirkjan í San Cristóbal de La Laguna, aðsetur biskups Vestur-Kanaríeyja.

Anaga er skóglent fjalllendi á norðurhluta eyjarinnar og var verndað síðan 2015.

StaðirBreyta

Frægir mennBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.