Svavar Hrafn Svavarsson
Svavar Hrafn Svavarsson (fæddur 1965) er íslenskur heimspekingur og fornfræðingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Íslensk heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Svavar Hrafn Svavarsson |
Fædd/ur: | 1965 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu viðfangsefni: | Fornaldarheimspeki, einkum Platon, Aristóteles, Pyrrhon, Sextos Empeirikos og hellenísk heimspeki almennt |
Markverðar hugmyndir: | Pyrrhon sem „kredduspekingur“ |
Áhrifavaldar: | Eyjólfur Kjalar Emilsson, Gisela Striker |
Menntun
breytaSvavar Hrafn lauk stúdentsprófi af eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1984. Hann nam almenna bókmenntafræði, heimspeki, forngrísku og latínu við Háskóla Íslands og lauk þaðan B.A.-prófi árið 1989. Þaðan hélt Svavar til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhaldsnám í fornaldarheimspeki við Harvard-háskóla í Cambridge í Massachusetts. Svavar Hrafn lauk doktorsgráðu frá Harvard í heimspeki og klassískum fræðum árið 1998. Doktorsritgerð Svavars hét Tranquility of Sceptics: Sextus Empiricus on Ethics og fjallaði um efahyggju Sextosar Empeirikosar. Leiðbeinandi Svavars var Gisela Striker.
Störf
breytaÁrin 1995-1997 kenndi Svavar Hrafn latínu við Menntaskólann í Reykjavík. Hann var einnig stundakennari og síðar aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann kenndi grísku og latínu. Árið 2005 varð Svavar lektor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig umsjón með námi í klassískum fræðum sem byrjað var að kenna sem aukagrein til B.A.-prófs árið 2005 og er forstöðumaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands.
Svavar fæst einkum við heimspeki fornaldar, aðallega heimspeki Platons, Aristótelesar og helleníska heimspeki. Hann hefur þó einnig fengist við bókmenntasögu fornaldar og arfleifð klassískrar menningar í nútímanum.
Svavar Hrafn hefur þýtt tvö verk eftir Aristóteles, 1. bók Frumspekinnar og Siðfræði Níkomakkosar. Hann var ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags árin 2000-2005 ásamt Sveini Yngva Egilssyni.
Fyrirrennari: Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson |
|
Eftirmaður: Halldór Guðmundsson |
Heimild
breyta- „Vefsíða Svavars Hrafns Svavarssonar“. Sótt 22. desember 2005.
Tengill
breyta- Klassísk fræði Geymt 12 febrúar 2006 í Wayback Machine við Háskóla Íslands.