Gisela Striker er prófessor í heimspeki og klassískum fræðum við Harvard-háskóla. Striker fæddist í Þýskalandi. Hún hlaut doktorsgráðu frá Háskólanum í Göttingen. Hún kenndi við háskólann í Göttingen árin 1971-1986 og við Columbia-háskóla árin 1986-1989. Hún kenndi við Harvard háskóla árin 1989-1997. Þá hélt hún til Cambridge-háskóla, þar sem hún kenndi til ársins 2000 en þá sneri hún aftur til Harvard.

Striker sérhæfir sig í fornaldarheimspeki og kennir einkum Platon og Aristóteles auk hellenískrar heimspeki og rómverskrar heimspeki. Hún hefur einkum skrifað um helleníska heimspeki, aðallega þekkingarfræði og siðfræði stóumanna, epikúringa og efahyggjumanna og um aristótelíska rökfræði.

Ritverk

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Gisela Striker“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. nóvember 2005.