Trotskíismi er stjórnmálastefna sem er kennd við Lev Trotskíj og þykir einkenna stjórnmálastarf hans og ritstörf. Nafngiftin er upphaflega komin frá Lenín, en hefur mest verið notuð af andstæðingum Trotskíjs og er oftast notuð af þeim í neikvæðri merkingu, þótt jákvæð eða hlutlaus merking sé algeng líka. Trotskíj og fylgismenn hans kölluðu/kalla stefnu sína oftast marxisma eða lenínisma, eða þá einfaldlega sósíalisma eða kommúnisma. Það sem einkennir trotskíisma er m.a. sterk alþjóðahyggja, kenningin um stöðuga byltingu og hörð gagnrýni á þau fræði og stjórnmál sem einkenndu Jósef Stalín, og eftirmenn hans -- hvort sem litið er á Nikita Krústsjov eða Maó Zedong. Líkt og með stalínisma, eru menn ekki á eitt sáttir um hvað er rétt og rangt eða hvað þessi orð þýða nákvæmlega.

Leon Trotsky

Hreyfingar kommúnista hafa oft klofnað vegna innbyrðis deilna og við andstæðinga. Stærsta og frægasta dæmið er kannski þegar Trotskíj stofnaði Fjórða alþjóðasambandið, sem svar við Þriðja alþjóðasambandinu sem tengdist Stalín og Sovétstjórninni.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.