Mannfall er það þegar menn deyja í vopnuðum átökum, stríði eða náttúruhamförum. Á einnig við fjölda þeirra sem deyja í stíðsátökum, en stundum er eingöngu átt við fallna hermenn. Tölur um mannfall eru oft ekki nákvæmar og mannfall óvinahers er stundum ýkt í áróðursskyni. Oft er gefin ein tala fallina og særðra hermanna á vígvelli, en slíkar tölur eru mikilvægar herforingjum sem þurfa stöðugt að hafa vitneskjum um fjölda bardagahæfra hermanna. Sagnfræðingar deila oft um mannfall í styrjöldum, en erfitt eða ómögulegt getur verið að fá nákvæmt mat á það.

Ummæli um mannfall

breyta
  • Og konurnar stigu dansinn, hófu upp söng og mæltu: Sál felldi sín þúsund, en Davíð sín tíu þúsund. (Fyrri Samúelsbók 18.7)
  • Tommy Franks, herforingi í Bandaríkjaher sagði við upphaf Íraksstríðsins 2003 að herinn tæki ekki saman tölur um mannfall („we don't do body counts“), sem er varla trúlegt, en líklega sagt í þeim tilgangi að leyna mannfalli á viðkvæmu tímabili í stríðsrekstrinum.

Áætlaðar tölur um mannfall (hermanna og óbreyttra) í heimsstyrjöldunum tveimur

breyta