Skagfirðingavegur er gömul þjóðleið milli Norður- og Vesturlands. Hún lá um Stórasand. Þjóðleiðin lá upp frá Mælifelli í Skagafirði og suður á land en upp á Eyvindarstaðaheiði skiptist vegurinn og lá annar suður Kjöl (Kjalvegur) og hinn suðvestur yfir Blöndu, Auðkúluheiði, Öldur og StórasandArnarvatni. Þessi vegur var kallað að fara Sand en síðar fékk hann nafnið Skagfirðingavegur. Við Arnarvatn lá hann saman við Grímstunguheiðarveg og þaðan lá leið yfir ArnarvatnsheiðiKalmanstungu og þar yfir Kaldadal og suður í Þingvallasveit.

Í Grettissögu er sagt frá er Þorbjörn öngull ætlar að ríða til þings með höfuð Grettis Ásmundarsonar og þar stendur „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður. Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er það kölluð Grettisþúfa." Grettishæð er áberandi staður á Stórasandi rétt við Skagfirðingaveg.

Norðan við Bláfell á Sandi liggur Skagfirðingavegur yfir flatt klapparholt sem er þakið þunnum steinhellum. Þar standa margar vörður, svonefndar Ólafsvörður og eru þær kenndar við Ólaf Hjaltason Hólabiskup. Skammt fyrir ofan Búðarárdrög liggur Skagfirðingavegur yfir mjög grýtt holt. Þar eru stór björg (Grettistök) og litlar vörður.

Frá Arnarvatni liggur Skagfirðingavegur upp sunnanverð Búðarárdrög. Á Há-Sandi er varða við veginn og þar er fræg beinakerling. Á Eyvindarstaðaheiði liggur Skagfirðingavegur yfir Galtará. Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar Ferðalok kemur Galtará fyrir. Kristján Jónsson Fjallaskáld orti alkunna vísu um leið sína suður yfir Sand:

Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland
nú á ég hvergi heima.

Guðmundur Jónassona frá Múla ók fyrstur manna bíl yfir Stórasand sumarið 1946.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta