Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Í kvæðinu Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson kemur Galtará fyrir en Jónas mun hafa haft þar náttstað. Skagfirðingavegur liggur yfir Galtárá við Galtarárdrög. Í ljóðinu eru þessar línur:

Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Heimildir

breyta