Grímstunguheiðarvegur

Grímstunguheiðarvegur er forn fjallvegur sem lá norður í Vatnsdal. Leiðin að sunnan lá um Kaldadal og Arnarvatnsheiði og skiptist við Arnarvatn í Grímstunguheiðarveg og Skagfirðingaveg sem lá norðaustur yfir Stórasand, Öldur og Eyvindarstaðaheiði. Frá Arnarvatni eru 42 kmGrímstungu í Vatnsdal en um 80 km að Mælifelli í Skagafirði.

Unnið var að endurbótum á Grímstunguheiðarvegi í kringum 1880. John Coles sem ferðaðist um Ísland 1881 og fór Grímstunguheiðarveg segir að 20 manns hafi þá unnið að vegagerðinni. Coles segir að ætlunin hafi verið að gera veginn að póstleið milli Suður- og Norðurlands.

Vegurinn hefst þar sem Álftaskálará fellur í djúpu og löngu gili niður í Vatnsdal hjá Grímstungu og lá vegurinn fyrst upp frá Grímstungu og austan gilsins en var seinna lagður frá Haukagili vestan árinnar. Sunnan við Haukagil eru Skútaeyrar en þar var eftirsóttur náttstaður. Talið er að Steingrímur Thorsteinsson hafi ort kvæði sitt "Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring" er hann var á ferð norður Grímstunguheiðarveg og gisti á Skútueyrum. Frá Skútueyrum liggur vegurinn á Haukagilsheiði um 7 km meðfram vesturbakka Álftaskálarár. Síðan beygir hann til suðvesturs á Víðidalstunguheiði. Við Sandfellskvísl liggut leiðin fram að Stórasandi og meðfram vesturjaðri hans. Við Hólmakvísl liggur vegurinn yfir forblautt flóadrag og ófæru. Norðan við dragið er steinaröð þvert yfir veginn til að merka að þar sé ófæra.

Heimild breyta