Silfurþinur

Trjátegund í flokki barrtrjáa

Silfurþinur, fræðiheiti Abies amabilis, er tegund af þini frá Kyrrahafsströnd norðvestur Norður-Ameríka, þar er hann á "Pacific Coast Ranges" og Fossafjöllum frá suðaustasta hluta Alaska, gegn um vestur Bresku Kólumbíu, Washington og Oregon, til lengst norðvestur í Kaliforníu. Hann vex frá sjávarmáli til 1500metra hæð á norðurhluta svæðisins, og í 1000 til 2300 metra hæð á suðurhluta svæðisins, alltaf í tempruðum regnskógum með tiltölulega mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum. Vex oft með Degli og syðst á útbreiðslusvæðinu, Aesculus californica.[2]

Pacific silver fir
Barr silfurþins séð að ofan
Barr silfurþins séð að ofan
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. amabilis

Tvínefni
Abies amabilis
Douglas ex J.Forbes
Útbreiðslusvæði silfurþins
Útbreiðslusvæði silfurþins

Lýsing

breyta
 
Börkur silfurþins
 
Nærmynd af sprota að neðan, hæring sést og hvítar loftaugarákir

Þetta er stórt sígrænt tré sem verður 30 til 45 metra hátt, einstöku sinnum 72 metrar,[3] með stofnþvermál að 1.2 metruma, einstöku sinnum 2.3 metrar. Börkurinn á yngri trjám er ljósgrár, þunnur og þakinn kvoðublöðrum. Á eldri trjám dökknar hann og myndar hreistur og sprungur. Barrið er nálarlaga, flatt, 2 til 4.5 sm langt og 2 mm breitt og 0.5 mm þykkt, matt dökk-grænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan, og lítið eitt sýlt í endann.[4] Barrið er í spíral eftir sprotanum, en það er breytilega undið neðst svo þau liggja flöt til hvorrar hliðar og ofan á sprotanum, með engin undir. Sprotarnir eru rauðgulir með þétta flauelskennda hæringu. Könglarnir eru 9 til 17 sm langir og 4 til 6 sm breiðir, dökk purpurabláir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru stuttar, og faldar í lokuðum könglinum. Vængjuð fræin losna er köngullinn sundrast við þroska um 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun. Silfurþinur er náskyldur gljáþini A. mariesii frá Kyrrahafsströnd Norður Ameríku, sem greinist frá silfurþin með aðeins styttra barri 1.5 til 2.5 sm og minni könglum: 5 til 11 sm langir.


Nytjar

breyta

Viðurinn er mjúkur og ekki sterkur; hann er notaður í pappírsmassa, flutnigskassa og annað ódýrt. Barrið hefur þægilegan ilm og er stundum notað í Jóla skreytingar, þar á meðal jólatré.

Honum er líka plantað sem yndistré í stórum görðum, þó að kröfur hans um svöl, rök sumur takmarki svæðin sem hann vex vel; velheppnaðar útplantanir utan útbreiðslusvæðisins eru helst í vestur Skotlandi og suður Nýja Sjálandi.

Tilvísanir

breyta
  1. Farjon, A. (2013). Abies amabilis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42271A2968657. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42271A2968657.en. Sótt 19. nóvember 2021.
  2. C.M. Hogan, 2008
  3. Gymnosperm database, 2008
  4. Flora of North America, 2008

Ytri tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.