Þinur

(Endurbeint frá Abies)

Þinur (fræðiheiti Abies) er flokkur sígrænna barrtrjáa af þallarætt. Þintegundir eru 48-56 en þær þrjár þintegundir sem mesta útbreiðslu hafa eru síberíuþinur, balsamþinur og fjallaþinur. Þintegundir í vesturhluta Norður-Ameríku eru meðal stórvöxnustu trjáa heims og hafa afar gildan bol. Þinur getur verið hraðvaxta ef skilyrði eru góð. Viður þykir góður til pappírsframleiðslu.

Þinur
Kóreuþinur (Abies koreana) könglar og lauf
Kóreuþinur (Abies koreana) könglar og lauf
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Abies
Mill.
Tegundir

Sjá texta

Útbreiðsla

breyta

Lýsing

breyta

Þinir þykja falleg tré, hafa mjúkar nálar og ilma vel og eru vinsæl jólatré og garðtré. Þintegundir eru skuggaþolnar í æsku og hafa æskubarr sem nýtir birtu vel en þolir hins vegar ekki vel vind og þurrk. Ungplöntur þins geta því ekki verið á berangri en nálar fullorðinna trjáa eru mun harðgerðari. Þini má greina frá öðrum barrtrjám á barrnálum og könglum. Barrnálar eru festar við greinar á grunni sem líkist lítilli sogskál. Laufin eru útflött og stundum eins og á síberíuþin þá líta þau út fyrir að hafa verið pressuð saman. Á neðra borði laufs eru tvær hvítleitar rákir

 
A. alba - séð neðan á lauf með tveimur hvítleitum rákum
 
A. grandis barr- efri hluti.
 
Dæmigert A. alba barr í þinskógi

Hægt er að greina þin frá öðrum ættkvíslum í þallarætt á einkennandi festingu barrnálanna við greinina; neðst á nálinni er eins og sogskál sem festir nálina við greinina, og þegar það fellur af verður eftir hringlaga ör.

Barrið er áberandi flatt, stundum eins og samanpressað, eins og hjá A. sibirica.

Barrið er með tvær hvítleitar línur að neðan, hvor um sig mynduð af vax-húðuðum loftaugarásum. Hjá flestum tegundum er efra borð barrsins einlitt grænt og glansandi, án loftaugna eða með fáein á endanum, sjáanleg sem hvítleitir deplar. Hinar tegundirnar eru með efra borð barrsins dauflegt, grágrænt eða blágrænt til silfurlitt, þakið breytilegum fjölda loftaugarása, og ekki alltaf heilar. Dæmi um tegund með gljáandi grænt barr er A. alba, og dæmi um tegund með dauflitað vaxborið barr er A. concolor.

Oddurinn á barrinu er yfirleitt meira eða minna sýldur (eins og hjá A. firma), en stundum ávalur eða flatur (eins og hjá A. concolor, A. magnifica) eða hvasst og stingandi (eins og hjá A. bracteata, A. cephalonica, A. holophylla). Barrið á ungum plöntum er yfirleitt hvassara.

Hvernig barrið liggur á sprotanum er mjög breytilegt, hjá nokkrum tegundum er eins og kambur til hvorrar hliðar á sprotanum (A. alba) [1], öðrum er það meira upp svo það er eyða eins og v í laginu ofantil, og á enn öðrum stendur barrið út allstaðar ofantil. Svo er A. pinsapo með barrið jafnt allann hringin um sprotann.

Könglar

breyta
 
Könglar Búlgaríuþins
 
óþroskaðir könglar nokkurra tegunda eru grænir, ekki bláfjólubláir. Mansjúríuþinur.
 
Könglar af Mansjúríuþin

Þinir eru frábrugðnir öðrum barrtrjám í því að könglar eru uppréttar sívalningslaga keilur sem leysast sundur þegar þær þroskast og leysa frá sér vænguð fræ. Könglar á þin hanga aldrei eins og á greni þótt þeir séu stórir heldur eru eru uppréttir eins og kerti. Þroskaðir könglar eru vanalega brúnir en ungir könglar geta verið grænir að sumarlagi eða fjólubláir og bláir og stundum mjög dökkir.

Ræktun á Íslandi

breyta

Eftirfarandi tegundir hafa verið reyndar;[2]

Balsamþinur (A. balsamea), Hvítþinur (A. concolor), Fjallaþinur (A. lasiocarpa), Nordmannsþinur (A. nordmanniana), Silfurþinur (A. amabilis) , Síberíuþinur (A. sibirica), Eyjaþinur (A. sachalinensis), Nálaþinur (A. holophylla), Glæsiþinur (A. fraseri), Stórþinur (A. grandis), Eðalþinur (A. procera), Kóreuþinur (A. koreana) og Hringþinur (A. veitchii).

Af þessum hefur eingöngu fjallaþinur verið ræktaður svo nokkru nemi og eru elstu trén síðan um 1906 (Hallormsstað). Er hann til víða um landið. [3]

Í Vaglaskógi er um hálfs ferkílómetra reitur af Balsamþin sem gróðursettur var árið 1964.

Flokkun

breyta
 
A. fabri, Sichuan, Kína
 
A. magnifica, Kalifornía, Bandaríkjunum

Aðrar tegundir og blendingar:

breyta

Heimildir

breyta
  1. Seneta, Włodzimierz (1981). Drzewa i krzewy iglaste (Coniferous trees and shrubs) (pólska) (1st. útgáfa). Warsaw: Państwowe Wydawnictwo Naukowe (PWN). ISBN 978-83-01-01663-0.
  2. http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=1&id=45&lat=1&l=a Geymt 29 október 2020 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar
  3. Haukur Ragnarsson; Baldur Þorsteinsson (1990). Skógræktarbókin. Skógræktarfélag Íslands. bls. 89 - 90.