Degli (fræðiheiti: Pseudotsuga menziesii), einnig kallað döglingsviður eða douglas-greni, er barrtré upprunið frá vesturhluta Norður-Ameríku. Tréð er notað í timburiðnaði. Það getur orðið með hærri trjám heims eða um 123 metrar að hæð. [4]

Degli
A group of Douglas Firs.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Undirætt: Laricoideae
Ættkvísl: Pseudotsuga
Tegund:
P. lindleyana

Tvínefni
Pseudotsuga lindleyana
(Mirb.) Franco
Útbreiðsla í Norður-Ameríku. Grænt: stranddegli, rautt: fjalladegli
Útbreiðsla í Norður-Ameríku. Grænt: stranddegli, rautt: fjalladegli
Samheiti
Barr og köngull
Degli í Mount San Antonio í Kaliforníu
Fullorðið tré

Tvö afbrigði eru af degli:

  • Stranddegli (Pseudotsuga menziesii var. menziesii) sem vex frá Bresku-Kólumbíu og suður að Kaliforníu. Það er önnur hæsta tegund barrtrjáa í heiminum og getur orðið yfir 100 metra[5]
  • Fjalladegli (P. menziesii var. glauca) sem vex frá fjalllendi í Bresku-Kólumbíu að Mexíkó þar sem dreifing er strjál og jafnvel er það talið vera annað afbrigði.

Á ÍslandiBreyta

Degli hefur vaxið vel í Hallormsstaðaskógi og náð 20 metrum en það er erfitt í ræktun á Íslandi. Við Bjarmastíg 13 á Akureyri stendur degli sem er yfir 10 metra hátt.[6] Degli vex við hærri sumarhita og lengri sumur en Ísland hefur að bjóða. [7] Það er viðkvæmt fyrir áföllum í æsku en áhugavert væri að reyna ræktun þess í auknum mæli undir skermi, sem kallað er. Þá eru litlar trjáplöntur gróðursettar í eldri skógi sem hlífir þeim við vor- og haustfrostum og öðrum áföllum í æsku. Hæstu tré hafa náð 20 metrum [8].

HeimildirBreyta

  1. Farjon, A. (2013). „Pseudotsuga menziesii“. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42429A2979531. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42429A2979531.en. Sótt 13. nóvember 2016.
  2. Tropicos.org. Missouri Botanical Garden. Pseudotsuga menziesii. Sótt 25 march 2015.
  3. The Plant List. Pseudotsuga menziesii. Sótt 25 march 2015.
  4. Af hverju vaxa tré endalaust? Vísindavefur, skoðað 26. janúar 2017.
  5. http://www.skogur.is/media/fagradstefna-2012/Nyjar_isl_trjategundir_SA_ATh.pdf
  6. http://www.visitakureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Merk_tre.pdf
  7. http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/trjategundir/barrtre/degli/
  8. Tíu teg­und­ir trjáa í 20 metra klúbb­inn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.