Rauði listi IUCN eða Rauði listi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir tegundir í útrýmingarhættu er stærsta heildaryfirlit yfir ástand stofns lífvera. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa haldið þennan lista frá árinu 1964. Á listanum eru lífverur flokkaðar í níu flokka eftir ástandi. Mat um helmings lífvera á listanum er unnið úr gögnum annarra samtaka á borð við BirdLife International, Zoological Society of London og World Conservation Monitoring Centre.

Ástand stofns
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN

Listinn var gagnrýndur árið 1997 vegna skorts á gagnsæi varðandi uppruna þeirra gagna sem hann byggist á. Í kjölfarið var skjölun bætt og gefinn möguleiki á ritrýni.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.