Spænskur makríll

(Endurbeint frá Scomber japonicus)

Spænskur makríll (fræðiheiti: Scomber japonicus) er uppsjávarfiskur af makrílaætt. Hann er mjög líkur Atlantshafsmakrílnum en er eilítið samanreknari og þykkari um miðbolinn og liturinn er grænn á baki með um 30 hlykkjóttum dökkum skárákum eftir endilöngu bakinu. Hliðarnar eru silfurgljáandi. Kviðurinn er silfurgljáandi. Spænskur makríllinn er aðallega strandfiskur, uppsjávarfiskur og stundum miðsævisfiskur sem er oftast torfufiskur. Hans hefur orðið vart frá yfirborði niður á 250-300 metra dýpi. Með hækkandi hita sjávar er fiskurinn að færast norðar á sumrin á norðurhveli jarðar og sunnar á veturna á suðurhveli jarðar.

Spænskur makríll

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Scombriformes
Ætt: Scombridae
Ættkvísl: Scomber
Tegund:
S. japonicus

Tvínefni
Scomber japonicus
Houttuyn, 1782

Útbreiðsla og lifnaðarhættir

breyta

Fiskurinn hrygnir við 15 °C – 20 °C sem þýðir að hrygningartíminn er breytilegur eftir heimsálfum og hafsvæðum. Til dæmis undan ströndum Perú hrygnir hann frá janúar – maí og í september. Við Japan frá apríl til ágúst, þó mest í maí. Hrygning við Kaliforníuskagann er frá mars til október með hátindi í apríl og ágúst. Spænskur makríllnn étur krabbaflær, önnur smákrabbadýr, smáfiska og smokkfisk. Spænskur makríllnn getur orðið allt að 50 cm, algengastur um 30 cm (47,5 cm fiskur vigtaði 1,1 kg). Hann finnst mjög víða við strendur heimsins. Hann finnst í Kyrrahafi við strendur Ameríku og Suður-Ameríku og frá Japan suður til Indónesíu. Í Atlantshafi frá Biskajaflóa suður með til Suður-Afríku og að Mósambík. Hann er líka í Miðjarðarhafi og nær alla leið inn í Svartahaf. Hann er einnig í við Atlanshafsströnd Ameríku niður í Karíbahaf og svo við strendur Brasilíu og Argentínu svo er hann líka í Rauðahafinu og í Adenflóa við Sómalíu og Yemen.

Veiðar

breyta

Það er þónokkuð veitt af spænskum makríl í heiminum. Veiðarnar náðu hámarki árið 1978 þá voru veiddar 3,5 milljónir tonna. Síðan þá hefur veiðin verið minni og náði lágmarki 1991 tæp milljón tonn. Síðan þá hefur veiðin verið rokkandi frá 1,4-2 milljónum tonna og hefur verið nokkuð stöðug síðustu tíu ár. Mest er veitt á Svæði 61 (Pacific North West) en það svæði er með lungað úr veiðinni árið 2008 eða um 72%. Á svæði 87 (Pacific South East) sem nær frá Kólumbíu og suðurúr til Argentínu var veiðin um 13,3 heildarveiðinnar 2008. Næst þar á eftir var á svæði 34 (Atlantic Eastern Central) frá Gíbraltarsundi suður til Kamerún. Með um 10,6% veiðinnar árið 2008.[1]

Japanir hafa verið að veiða mest af þessarri tegund í gegnum tíðina en nú á síðustu árum hafa Kínverjar verið að sigla fram úr þeim í veiðum og eru núna stærsta veiðiþjóðin með um 600 þúsund tonn og Japan 514 þúsund tonn og Suður-Kórea með um 188 þúsund tonn. Chile, Perú og Marokkó eru einnig stórir og bera uppi veiðina á hinum svæðunum.

Þess má geta hér að Íslendingar eru með skráðan afla á sig árið 1997 heil 28 tonn.

Aðalveiðiaðferðin er með nót og nótin er almennt mest notuð meðal allra þjóða. Þó eru aðrar aðferðir notaðar ýmsar gerðir af netum og svo náttúrulega flottroll en það er ekki mikið notað.[2]

Hann er yfirleitt veiddur að nóttu til og er hann þá laðaður í netið með ljósi, og þá með dragnót svokallaðri. Dragnót samanstendur af pokalaga belg úr neti og út frá honum liggja stórir vængir. Frá vængjunum liggja dragstrengir. Dragstrengirnir liggja utanum við fiskinn og smala honum í netið. Einnig er notast við reknet. Reknet flýtur frjálst þar sem baujur eru festar efst svo netið fljóti og þungi hafur að neðan þannig að netið haldist lóðrétt í sjónum. Botnvarpa er notuð og er það net sem er eins og poki sem látið er liggja í botninum og dregið svo eftir skipinu. Þegar áhveðið tog hefur náð á netið er það dregið inn. Hægt er að veiða Chub makríllinn allan ársins hring en er mest veiddur frá júní til nóvember.

Markaðir

breyta

Makríll er alls staðar vinsæll og elskaður matfiskur. Verðið á honum er þokkalega hátt verðin fyrir frosinn spænskan makríl eru frá $550-600 á tonn FOB fyrir heilann frosinn fisk.

Mest af makríl á markaði í dag er heill (e. Whole Round) frosinn í 10 kg öskjur. Oftast er fiskinum raðað í öskjur og frystur í lágréttum frystum. Svo sér maður líka makríl frystan í lóðréttum plötufrystum pokaður. Einnig er á markaði flök fryst í 10 kg, framleiðendur eru Spánverjar og Kóreumenn

Stærsti markaðurinn er í Japan, þeir eru einnig atkvæðamiklir í veiðum. Svo er Kína gríðarlega stór markaður fyrir makríl. Einnig Nígería, Holland og Þýskaland.

Næringargildi

breyta

Kjötið á Chub er með mjög hátt prótein og fituinnihald er breytilegt eftir stærð og æxlun tímabils. Fita er með hátt hlutfall af omega-3 fitusýrum, sem mynda 26% af öllum fitusýrum. 100gr af litum hluta af Chub er ríkur af vítamín A, B1m C og D og er talið að um 116 kcal séu í 100gr. Kjötið verður að vera fast í sér, augun skýr og kúpt og litirnir bjartir. Mýkra kjöt er örlítið feitara og er hann eins bragðgóður og annar makríll. Oftast er hann borðaður ferskur en einnig er hægt að finna hann frosinn eða pæklaður.

Tilvísanir

breyta
  1. Fao, Fiskifræði (FIF1103) Gagnasafn FAO, 2011.
  2. Fao, 2011.

Heimildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.