Guadalcanal er stærsta eyja Salómonseyja. Hún er yfir 5.000 km2 á stærð. Höfuðborg landsins, Honíara, er einnig staðsett á henni. Á eyjunni búa um 160.000 íbúar (2021) og er þar með næstfjölmennasta eyja landsins, á eftir Malaita. Hæsta fjall landsins, Mount Popomanaseu, er einnig staðsett á Guadalcanal.

Kort af Guadalcanal
Honíara, höfuðborg landsins

Guadalcanal var fundin fyrst árið 1568 af flota spænskra sjómanna undir forystu Álvaro de Mendaña. Pedro de Artega, einn af yfirmönnum hans, nefndi það eftir heimabæ sínum Guadalcanal í Sevilla-héraði á suðurhluta Spánar í Andalúsíu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.