CERN

(Endurbeint frá SERN)

Kjarnrannsóknastofnun Evrópu (franska: Conseil Européen pour la Recherche Nucléaire, skammstafað CERN, framburður „SERN“) er evrópsk miðstöð rannsókna í kjarneðlisfræði, stofnuð 1954, staðsett á landamærum Frakklands og Sviss, skammt utan við Genf. Upphaflega voru aðildarlöndin 12 en eru nú 24. Ísrael er fyrsta aðildarríkið utan Evrópu, en árið 2015 bættust Tyrkland og Pakistan í hópinn. Fjöldi vísindamanna, sem þar starfa er um 6500.

CERN rekur samstæðu af tíu hröðlum, sem ýmist eru línuhraðlar eða hringhraðlar. Stærstir þeirra eru Stóri raf-/jáeindahraðllinn (enska: Large Electron Positron collider, skammstafað LEP), sem er hringhraðall, 9 km í þvermál, og Stóri róteindahraðallinn (enska: Super Proton Synchroton, skammstafað SPS), einnig stóri sterkeindahraðallinn (enska: Large Hadron Collider, skammstafað LHC), 27 km að ummáli).

Þann 15. desember 2015 fundu tveir óháðir hópar vísindamanna í CERN áður óþekkta öreind, sem talið er að geti annað hvort verið þyngri útgáfa af Higgs-bóseindinni eða þá þyngdaraflseind (enska: graviton).

Þátttökuríki eftir stærð

breyta
 
Shiva's statue at CERN