Drífa Snædal
Drífa Snædal (f. 5. júní 1973[1]) er íslenskur verkalýðsleiðtogi og stjórnmálamaður. Hún er fyrrum forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellu frá fjögurra ára aldri og í Lundi í Svíþjóð frá sex til ellefu ára aldurs. Árið 1993 lauk hún stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1998, úr Háskóla Íslands með viðskiptafræðipróf árið 2003 og með meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi árið 2012.[2]
Drífa varð fræðslu- og kynningarstýra hjá Samtökum um kvennaathvarf árið 2003 og var framkvæmdastýra samtakanna frá 2004 til 2006. Hún starfaði sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð frá 2006 til 2010. Árið 2012 varð hún framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.[2]
Drífa sagði sig úr Vinstri grænum árið 2017 til að mótmæla stjórnarsamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.[3] Hún var kjörin forseti ASÍ þann 26. október árið 2018, fyrst kvenna.[4] Hún tók þátt í samningaviðræðum um nýja kjarasamninga sem voru undirritaðir í apríl 2019.[5]
Drífa sagði af sér sem forseti ASÍ í ágúst 2022 vegna samskiptaörðugleika við forkólfa verkalýðshreyfinga.[6] Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi Drífu í kjölfarið fyrir að hafa sem forseti ASÍ „lokað sig inni í blokk“ með sérfræðingum og efra-millistéttarfólki.[7]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Drífa Snædal“. Alþingi. Sótt 6. apríl 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Í baráttunni um kjaramál og kvenréttindi“. mbl.is. 5. júní 2013. Sótt 6. apríl 2019.
- ↑ Sylvía Rut Sigfúsdóttir (16. nóvember 2017). „Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít"“. Vísir. Sótt 6. apríl 2019.
- ↑ „Drífa Snædal kjörin forseti ASÍ“. mbl.is. 26. október 2018. Sótt 6. apríl 2019.
- ↑ Þórður Snær Júlíusson (6. apríl 2019). „Vopnahlé í stéttastríði“. Kjarninn. Sótt 6. apríl 2019.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (20. ágúst 2022). „Drífa Snædal segir af sér: „Óbærileg átök" innan ASÍ“. Fréttablaðið. Sótt 15. ágúst 2022.
- ↑ Þórður Snær Júlíusson (10. ágúst 2022). „Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt“. Kjarninn. Sótt 15. ágúst 2022.