New York-háskóli
New York-háskóli (e. New York University eða NYU) er einkarekinn rannsóknarháskóli í New York-borg. Megin háskólasvæðið er í Greenwich Village á Manhattan. Skólinn var stofnaður árið 1831 og er stærsti einkarekni háskóli Bandaríkjanna með yfir 50 þúsund nemendur. Við skólann kenna 6755 háskólakennarar en starfsfólk skólans er á sextánda þúsund. Háskólasjóður NYU nemur 2,5 milljörðum Bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru perstare et praestare sem er latína og þýðir „varðveita og skara fram úr“.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist New York-háskóla.