Reynistaður

Reynistaður

Reynistaðarætt er íslensk ætt kennd við Reynistað í Skagafirði. Hana mynda niðjar Halldórs Vídalíns Bjarnasonar (17361801) klausturhaldara þar og Ragnheiðar Einarsdóttur (17421814) konu hans (gift 1759), og Málmfríðar Sighvatsdóttur (f. 1735, dáin fyrir 1801) barnsmóður hans.

Halldór Vídalín Bjarnason var sonur Bjarna Halldórssonar (17031773) sýslumanns á Þingeyrum og Hólmfríðar Pálsdóttur Vídalín (16971736) konu hans, yngstur af fimm systkinum. Páll Vídalín lögmaður var móðurafi Halldórs, og telst því Reynistaðarætt vera kvísl af Vídalínsætt. Halldór gekk í skóla og var sagður „ritari góður“ en „eigi skarpur“ í árbókum Jóns Espólíns. Ragnheiður var skörungur og stóð fyrir búi þeirra hjóna.

Börn Halldórs, Málfríðar og Ragnheiðar

breyta

Halldór og Ragnheiður áttu níu börn, þar af dóu tvö á fyrsta ári og tveir synir urðu ungir úti. Auk þess átti Halldór áður soninn Odd með Málfríði.

  • Oddur Halldórsson Vídalín (17591804)
  • Hólmfríður Halldórsdóttir Vídalín (17601819)
  • Björg Halldórsdóttir (17631826)
  • Bjarni Halldórsson (17651780)
  • Einar Halldórsson (17701780)
  • Páll Halldórsson (1770)
  • Benedikt Vídalín Halldórsson (17741821)
  • Anna Halldórsdóttir (17771808)
  • Sigríður Halldórsdóttir (17781843)
  • Elín Halldórsdóttir (1783)

Reynistaðarbræður og ættarbölvunin

breyta

Sumarið 1780 kom pest í á Norðurlandi og var allt skorið í Skagafirði. Um haustið sendi Halldór á Reynistað syni sína Einar og Bjarna, ásamt vinnumanninum Jóni Austmann og öðrum, sem Sigurður hét, suður yfir Kjöl til að kaupa fé. Þeir urðu allir úti í stórhríð á heimleiðinni(í nóvember 1780), og þótti Björgu systur þeirra bræðra Bjarni bróðir sinn birtast sér í draumi og segja henni að þeir væru allir dauðir. Auk þess þótti henni hann segja sér að frá þessum degi mætti ekki gefa neinum dreng í ættinni nafnið Bjarni, og enginn karl mætti framar klæðast grænu né ríða bleikum hesti, en væri feigur ella. Um vorið fundust lík fylgdarmannanna tveggja í tjaldi við Beinhól, en bein bræðranna fundust ekki fyrr en árið 1845 í gjótu þar skammt frá. Fólk varð felmtri slegið vegna þessara atburða og lögðust mannaferðir um Kjöl af áratugina á eftir. Bölvunin var talin fylgja ættinni, og ýmsir voveiflegir atburðir taldir tengjast henni, og fram á þennan dag forðast sumir afkomendur Halldórs og Ragnheiðar að nefna syni sína Bjarna og karlar að klæðast grænu eða ríða bleikum hesti.