Vídalínsætt er íslensk ætt kennd við Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu. Til hennar teljast niðjar Arngríms Jónssonar „lærða“ (1568–1648) og eiginkvenna hans tveggja, Sólveigar „kvennablóma“ Gunnarsdóttur (f. um 1570, d. 1627) og Sigríðar Bjarnadóttur (f. 1601).

  • Sólveig „kvennablómi“ Gunnarsdóttir var dóttir Gunnars Gíslasonar (1528-1605) klausturhaldara og bónda á Víðivöllum í Blönduhlíð og Guðrúnar Magnúsdóttur (f. 1530) konu hans, yngst eða næstyngst af 7 systkinum. Hún giftist Arngrími árið 1598 og átti með honum þrjú börn.
  • Sigríður „yngri“ Bjarnadóttir var dóttir Bjarna Gamalíelssonar (f. um 1550, d. 1635), rektors á Hólum, heimilisprests Guðbrands biskups og prests á Grenjaðarstað í Aðaldal og Þuríðar Guðmundsdóttur (f. um 1565), næstyngst af 16 eða 17 systkinum. Hún giftist Arngrími að Sólveigu látinni og átti með honum sex börn.

Börn Arngríms, Sólveigar og Sigríðar Breyta

  • Gunnar Arngrímsson (f. um 1600, d. 1642)
  • Ingibjörg Arngrímsdóttir (f. um 1630, d. fyrir 1703)
  • Solveig Arngrímsdóttir (f. um 1630)
  • Guðbrandur Arngrímsson Vídalín (1639-1719)