Reykjavík - Rotterdam
Reykjavík-Rotterdam er íslensk kvikmynd frá árinu 2008 sem var leikstýrt af Óskari Jónassyni. Óskar skrifaði einnig handritið ásamt glæpasagnahöfundinum Arnaldi Indriðasyni. Í aðalhlutverkum eru Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson.
Reykjavík-Rotterdam | |
---|---|
Leikstjóri | Óskar Jónasson |
Handritshöfundur | Arnaldur Indriðason Óskar Jónasson |
Framleiðandi | Baltasar Kormákur Agnes Johansen |
Leikarar | Baltasar Kormákur Ingvar E. Sigurðsson |
Frumsýning | 3. október 2008 |
Lengd | 88 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | Bönnuð innan 14 |
Myndin var tilnefnd til sex Edduverðlauna árið 2008 og vann fimm, þar á meðal Leikstjóri ársins. Myndin var frumsýnd á Íslandi þann 3. október 2008 og á 13 vikna tímabili tók myndin inn 25 milljónir íslenskra króna og varð átjánda tekjuhæsta mynd ársins á Íslandi. [1]
Endurgerð myndarinnar á ensku undir nafninu Contraband kom út þann 13. janúar 2012 og fóru Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni.[2][3]
Söguþráður
breytaÖryggisvörðurinn og fyrrverandi sjómaðurinn Kristófer sem afplánað hefur fangelsisdóm fyrir áfengissmygl berst við að halda fjölskyldu sinni á floti. Honum finnst hann reyna of mikið á besta vin sinn Steingrím sem gefur honum allt sem honum er fært. Kristófer býðst að fara í einn vel launaðan túr á flutningaskipi milli Reykjavíkur og Rotterdam. Hann slær til í þeirri von að hann geti komið sér á réttan kjöl fjárhagslega en óvæntir atburðir setja strik í reikninginn. [4] Á meðan hann er á sjó stritar eiginkona hans Íris við að halda sér á floti, ásamt sonum þeirra Agli og Skúla. Ofsóknir frá mönnum sem Kristófer hefur í gegnum tíðina barist við fara alveg með hana og hún leitar til Steingríms eftir hjálp. Steingrímur býður þeim að halda til heima hjá sér þangað til Kristófer kemur heim. Það kemur í ljós að hann hefur staðið á bak við allar ofsóknirnar sökum þess að hann er ástfanginn af Írisi. Þá hefst barátta við tímann þegar Kristófer verður að komast heim án þess að vera tekinn með áfengið og bjarga Írisi sem var orðið ljóst hvaða mann Steingrímur hafði að geyma.
Leikarar
breyta- Baltasar Kormákur - Kristófer
- Ingvar E. Sigurðsson - Steingrímur
- Lilja Nótt Þórarinsdóttir - Íris
- Þröstur Leó Gunnarsson - Jensen
- Victor Löw - Hoogland
- Ólafur Darri Ólafsson - Elvar
- Jörundur Ragnarsson - Arnór
- Theódór Júlíusson - Runólfur
- Jóhannes Haukur Jóhannesson - Eiríkur
- Pálmi Kormákur Baltasarsson - Skúli
- Stormur Jón Kormákur Baltasarsson - Egill
Útgáfa
breytaÍ kvikmyndahúsum
breytaReykjavík-Rotterdam var frumsýnd þann 30. september 2008 í Háskólabíói fyrir troðfullum bíósal, þúsund manns. Áhorfendur voru yfirleitt hrifnir af myndinni. Leikstjóri, leikarar og handritshöfundar voru allir viðstaddir frumsýningu. Svo var slegið til veislu þegar sýningu lauk og stóð hún alla nóttina. [5] Sýningar á myndinni hófust um allt land þann 3. október 2008 og skilaði myndin inn um það bil sex milljónum íslenskra króna fyrstu sýningarhelgina. Hún var tekjuhæsta myndin á landinu þá helgi og einnig helgina á eftir þegar þrjú þúsund manns sáu myndina. Eftir tvær vikur höfðu fjórtán þúsund manns séð myndina. Þriðju helgina datt myndin niður í annað sæti á eftir Max Payne. [6] Myndin gekk í þrettán vikur og á þeim tíma náði Reykjavík-Rotterdam að hala inn rúmar 25 milljónir í kvikmyndahúsum. [7]
Álit gagnrýnenda
breytaVerðlaun
breytaReykjavík-Rotterdam hlaut næstflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna 2008, tíu talsins. Kvikmyndin Brúðguminn, sem Baltasar Kormákur, aðalleikari Reykjavíkur-Rotterdams leikstýrði, fékk fjórtán tilnefningar. Reykjavík-Rotterdam vann til fimm verðlauna.
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían valdi Reykjavík-Rotterdam sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokki bestu kvikmyndar á tungumáli öðru en ensku það árið en myndin var ekki tilnefnd til verðlaunanna.
Flokkur | Keppendur | Unnið |
---|---|---|
"Leikstjóri ársins" | Óskar Jónasson fyrir Reykjavík-Rotterdam Ragnar Bragason fyrir Dagvaktina Baltasar Kormákur fyrir Brúðgumann |
Já |
"Handrit ársins" | Arnaldur Indriðason og Óskar Jónasson fyrir Reykjavík-Rotterdam Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason fyrir Dagvaktina Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson fyrir Brúðgumann |
Já |
"Klipping ársins" | Elísabet Ronaldsdóttir fyrir Reykjavík-Rotterdam Valdís Óskarsdóttir fyrir Sveitabrúðkaup Sverrir Kristjánsson fyrir Dagvaktina |
Já |
"Hljóð ársins" | Kjartan Kjartansson fyrir Reykjavík-Rotterdam Nicolas Liebing og Björn Victorsson fyrir Latabæ Björn Viktorsson, Steingrímur Eyfjörð og Bogi Reynisson fyrir Rafmögnuð Reykjavík |
Já |
"Tónlist ársins" | Barði Jóhannsson fyrir Reykjavík-Rotterdam Sigurður Bjóla og Jón Ólafsson fyrir Brúðgumann The Tiger Lillies fyrir Sveitabrúðkaup |
Já |
"Bíómynd ársins" | Reykjavík-Rotterdam Brúðguminn Sveitabrúðkaup |
Nei |
"Leikari ársins í aðalhlutverki" | Baltasar Kormákur fyrir Reykjavík-Rotterdam Pétur Einarsson fyrir Konfektkassann Hilmir Snær Guðnason fyrir Brúðgumann |
Nei |
"Búningar ársins" | Helga I. Stefánsdóttir fyrir Brúðgumann Helga Rós V. Hannam fyrir Reykjavík-Rotterdam María Ólafsdóttir fyrir Latabæ |
Nei |
"Gerfi ársins" | Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Reykjavík-Rotterdam Ásta Hafþórsdóttir fyrir Latabæ Ragna Fossberg fyrir Spaugstofuna |
Nei |
"Leikmynd ársins" | Haukur Karlsson fyrir Reykjavík-Rotterdam Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Latabæ Atli Geir Grétarsson og Grétar Reynisson fyrir Brúðgumann |
Nei |
Heimildir
breyta- ↑ http://boxofficemojo.com/intl/iceland/yearly/?yr=2008&p=.htm
- ↑ Fréttamaður MBL (18. september 2010), http://www.mbl.is/folk/frettir/2010/09/18/kate_beckinsale_i_endurgerd_reykjavik_rotterdam/, Morgunblaðið
- ↑ Jeff Leins (7. desember 2010), http://www.imdb.com/title/tt1233576/news, The International Movie Database
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2010. Sótt 3. janúar 2011.
- ↑ Blaðamaður Morgunblaðsins (1. október 2008) http://www.mbl.is/folk/frettir/2008/10/01/reykjavik_rotterdam_vel_tekid/, Morgunblaðið
- ↑ Starfsmaður Morgunblaðsins (14. október 2008) http://mbl.is/folk/frettir/2008/10/14/reykjavik_rotterdam_heldur_velli_i_kreppunni/, Morgunblaðið
- ↑ http://boxofficemojo.com/movies/intl/?id=_fREYKJAVIKROTTERD01&country=IS&wk=2008W52&id=_fREYKJAVIKROTTERD01&p=.htm