Edduverðlaunin

(Endurbeint frá Edduverðlaun)

Edduverðlaunin eru íslensk sjónvarps- og kvikmyndaverðlaun veitt af Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunni fyrir bestu frammistöðu og verk sérhvers árs í nokkrum verðlaunaflokkum.

Edduverðlaunin voru fyrst veitt 15. nóvember 1999 og hafa verið nær árlegur viðburður síðan.

Verðlaunaflokkar

breyta

Verðlaunaflokkarnir á Edduverðlaununum hafa tekið breytingum frá ári til árs. Upphaflega voru veitt verðlaun í átta flokkum, en nú eru flokkarnir fleiri en 25. Langlífustu flokkarnir eru til dæmis kvikmynd ársins, leikstjóri ársins og heimildarmynd ársins sem hafa verið þeir sömu frá upphafi. Verðlaun fyrir leikara í aðal- og aukahlutverkum hafa verið sitt á hvað kynjaskipt eða sameiginleg í gegnum tíðina. Verðlaun fyrir sjónvarpsþætti hafa breyst til að taka mið af framleiðslunni hverju sinni og svokölluð fagverðlaun (fyrir leikmynd, búninga, förðun o.s.frv.) hafa líka verið með ýmsum hætti.

Heiðursverðlaun ÍKSA hafa verið veitt í hvert sinn fyrir sérstakt framlag eða ævistarf í þágu kvikmynda- og dagskrárgerðar á Íslandi. Fyrsti handhafi heiðursverðlaunanna var Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur.

Tenglar

breyta
   Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.