Valdís Óskarsdóttir

(f. 1949) er íslenskur ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og klippari

Valdís Björk Óskarsdóttir (f. 6. maí 1949) er íslenskur ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og klippari. Hún hefur aðallega klippt kvikmyndir, þ.á m. Sódómu Reykjavík, dönsku myndina Veisluna og verðlaunamyndina Eilíft sólskin hins flekklausa hugar, sem Michel Gondry leikstýrði. Hún leikstýrði myndinni Sveitabrúðkaup (2008), sem var fyrsta myndin í fullri lengd undir hennar stjórn. Valdís útskrifaðist sem klippari úr Danska kvikmyndaskólanum (Den Danske Filmskole) árið 1991.[1]

Valdís Björk Óskarsdóttir
Fædd6. maí 1949 (1949-05-06) (75 ára)
Akureyri
StörfKlippari
Kvikmyndaleikstjóri
Börn2

Tilvísanir

breyta
  1. https://timarit.is/page/4006040#page/n17/mode/2up

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.