Flóðin í Evrópu 2021

Frá júlí til ágústs 2021 urðu hamfaraflóð vegna úrhellis í löndum í Evrópu allt frá Bretlandi til Rúmeníu og Tyrklands. Andlát vegna flóðana eru að minnsta kosti 328: Flest í Þýskalandi, þar létust 184. Í Tyrklandi létust 58 og í Belgíu létust 41. Rínarland-Pfalz var sambandslandið sem fór verst út. Um 200.000 heimili misstu rafmagn. Fjöldi húsa eyðilagðist.

Kordel í Rínarlöndum, Þýskalandi.
Pepinster í Belgíu. Þar dóu 23

Íbúar Liège, þriðju stærstu borg Belgíu, voru hvattir til að yfirgefa borgina þann 15. júní. Hætta var á að áin Meuse flæddi yfir bakka sína. Smábæirnir Pepinster og Verviers í Vallóníu fóru verst út. Þetta voru mannskæðustu flóð í álfunni síðan 1985 þegar stíflan Val di Stava brast á Ítalíu.

Heimild breyta